Úrval - 01.08.1982, Síða 42

Úrval - 01.08.1982, Síða 42
40 ÚRVAL kölluð mannfjöldabyltingin (demo- graphic transition), er núverandi fæðingartala í mörgum stærstu lönd- um Evrópu komin langt niður fyrir núll íbúafjölgun. Eins hefur frjósemi minnkað í mörgum þróunarlöndum. Til dæmis fækkaði barnsfæðingum á árunum 1965 til 1975 um fjörutíu prósent í Singapore, um tuttugu og níu prósent í Costa Rica, um tuttugu og fjögur prósent í Kína og um sextán prósent á Indlandi. Við get- um verið nokkurn veginn viss um að nú er mannfjöldabyltingin í Evrópu að endurtaka sig í öðrum heimshlut- um eftir því sem dánartíðni lækkar og tekjurnar hækka. Hvað sem öðru líður virðast gögn ekki styðja kenninguna um að fólks- fjölgun dragi óhjákvæmlega úr lífs- kjörum. Þvert á móti bendir allt til þess að íbúafjölgun hindri nær örugg- lega ekki hagvöxt og hjálpi jafnvel heldur til. Á það mætti minnast að íbúum hefur fjölgað sex sinnum hraðar í Bandaríkjunum en í Frakk- landi, en framleiðniaukning á mannsbarn hefur verið um það bil sú sama í Bandaríkjunum og í Frakk- landi. Skýrsla frá Alþjóðabankanum yfír árin 1950 til 1975 sýnir að meðal- þjóðartekjur á mann 1 minna þróuð- um löndum hafa aukist jafnhratt eða hraðar en í þróuðu löndunum, þrátt fyrir þá staðreynd að fólksfjölgun hef- ur verið örari í þróunarlöndunum. íbúafjölgun elur af sér verslunar- möguleika og auðveldar breytingar. Hún laðar til fjárfestingar í útþenslu og nývirkni með minnkandi áhættu og aukinni eftirspurn. Þar af leiðir fleiri atvinnutækifæri, meiri atvinnu fyrir ungt fólk, meiri hreyfanleika vinnuaflsins. Tíðari mannaskipti framkalla framtakssemi og úrræði og skilja úr þá hæfustu til starfans. Fólksfjölgun auðveldar meiri hag- kvæmni. Hollis B. Chenery hag- fræðingur hefur gert samanburð á framleiðslu í minna þróuðum lönd- um og komst að því að öllu jöfnu að væri eitt land tvöfalt fjölmennara en annað væru afköst 20% meiri á hvern verkamann. Fleiri íbúar veita einnig möguleika til umfangsmeiri framkvæmda og félagslegra fjárfest- inga, eins og í samgöngum ( við járn- brautalagningu og hafnargerð). En mikilvægasti akkurinn 1 mann- fjölgun er sú aukna hagnýta þekking sem okkur bætist. Mannsandinn skiptir máli hagfræðilega engu síður en fleiri hendur og munnar. Hans Bethe, sem hlaut nóbelsverðlaunin 1 eðlisfræði 1967, lét svo um mælt að möguleikar á byltingu í orkumálum væru meiri ef vísindamenn væru fleiri. Hann ályktaði að almennt talað væri framförum skorður settar með þeim fjölda sem tiltækur væri af hæfum mönnum. Það verður ekki nógsamlega áréttað að með tækniframförum og vísinda- þróun er ekki átt einungis við há- vísindalegar rannsóknir. Mörg tækni- breytingin er upprunnin hjá fólki sem hvorki er langskólagengið né há- launað. Símastúlka leigubílastöðvar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.