Úrval - 01.08.1982, Side 46
44
1959 til 1975 (miðað við höfðatölu).
Kornframleiðsla á mann í heiminum
hefur aukist um 24 prósent frí þvl
1950. Meðalmaðurinn í heiminum í
dag borðar meira nú en hann gerði
1960.
Alls staðar nema í Afríku er bilið
milli 18. aldar tækni og tækninnar
1982 að minnka. Þessi breyting hófst
fyrir alvöru 1966—’67 þegar vísinda-
menn lögðu til ný afbrigði skamm-
stöngulshveitis og hrísgrjónaplöntu
sem voru mjög afurðagjöful. Með
nægum tilbúnum áburði og vökvun
spretta þau hraðar og gefa af sér
meira korn. Þessar plöntukynbætur
orkuðu sem hvati til viðurkenningar
um heim allan á gildi vlsindalegs
landbúnaðar. Indverjar, Pakistanar
og Mexíkanar sáðu þessu dverghveiti
fyrstir. Þeir hafa náð áþreifanlegum
endurbótum 1 framleiðslunni. Kína,
sem notaði afbrigði af dverghveiti er
þreifst 1 kaldri veðráttu, jók fram-
leiðslu sína um 50 prósent upp í
rúmar 60 milljónir smálesta árin
1977—'79.
í nokkur hundruð milljón ekrur
um heim allan er nú til dags sáð
afurðargjöfulum korntegundum.
Uppskem eftir uppskem hafa ýmsir
japanskir, kínverskir, kóreanskir og
indverskir þorpsbændur farið fram
úr uppskemmagni Bandaríkjamanna
og Evrópubúa miðað við hverja ekru.
Þessari bylgju vísindalegs landbúnað-
ar frá vestri til austurs, norðri til suð-
urs má jafna við mikilvægi upphafs
ÚRVAL
akuryrkjunnar sjálfrar fyrir 10.000
ámm.
Þessi straumhvörf akuryrkjunnar
kunna að hafa komið á elleftu
stundu. Bandarískir bændur, sem
1950 brauðfæddu tvö prósent af
öðmm heimslýð, munu senn fæða 15
prósent. Þrátt fyrir það varar Howard
W. Hjort, aðalhagfræðingur land-
búnaðarráðuneytis Bandaríkjanna,
við því að eigi Bandaríkin að mæta
framreiknuðum þörfum heimsins
árið 1990 á eigin spýtur þurfi þau að
framleiða 45 prósent til 50 prósent
meira af leorni ár hvert en þau gera nú,-
Til allrar hamingju tákna hinir
nýju matvælaöflunarmöguleikar
þorpanna að þessa er ekki þörf. í
Kína, þar sem 24 prósent jarðarbúa
vom brauðfædd á aðeins 14 prósent
af kornörkum heims, höfðu
þorpsbúar aldrei fram til 1960 notað
tilbúinn áburð. Á ári hverju bera þeir
ekki á nema 14 milljón smálestir, enn
sem komið er. Með áburðarnotkun
gætu þeir aukið hveiti- og hrísgrjóna-
uppskeruna um önnur 25 prósent.
Indland yrkir 45 prósentum stærra
■ landsvæði en Kína en ræktar ekki
nema 58% af kornmat Kína. Á hinn
bóginn mundi uppskera Indlands,
miðað við ekru, aukast gífurlega ef
nýtt væru til fulls jarðgæði og lífsupp-
sprettur landsins. Ekki em nema 20
prósent af vatni Gangesfljóts og
Brahmaputra nýtt til akuryrkju. 135
milljón ekmr á Indlandi njóta áveitu.