Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 71
69
Þetta er þægilegri aðferð fyrir
sjúklinginn heldur en þurfa að muna
eftir því að gleypa pillurnar sínar á
fjögurra stunda fresti allan sólar-
hringinn. Þar að auki kom í ljós í
tilraunum á fólki að þessj, aðferð
heldur nitroglycerin-magninu í blóð-
inu mjög stöðugu. Séu pillur gleyptar
er nitroglycerinið í blóðinu hins vegar
mjög flöktandi. Þegar hjarta-
sjúklingurinn fær slæmt kast er samt
enn sem fyrr besta aðferðin að stinga
nitroclycerinpillu undir tunguna.
Bertram Pitt, hjartayfirlæknir og
prófessor við Michiganháskóla, segir
þetta mjög spennandi spor í lyfja-
fræðinni og í framttðinni verði hægt
að nota þessa aðferð til að gefa mörg
fleiri lyf, svo sem eins og getnaðar-
varnalyf. Transderm-V, plástur með
scopolamíni til vamar sjóveiki eða
bílveiki, er þegar fáanlegur.
Úr Medical World News.
Æðalím
Nýstárleg aðferð, þar sem lím er
notað til að loka skemmdum æðum í
heila, hefur þegar verið prófuð á um
100 sjúklingum. Æðaskemmdin, sem
hér um ræðir, er þannig að í heilan-
um geta myndast óeðlilegar
æðaflækjur sem taka til sín of mikið
af blóði, auk þess sem þær geta
sprungið þá og þegar og valdið heila-
skemmdum, slagi eða dauða. Oft er
ógerningur að komast að þeim með
venjulegri skurðaðgerð, þótt sjá megi
greinilega í skoðunartækjum hvar
þær eru.
Upphafsmaður þessarar nýju
aðferðar er læknirinn Paul Zanetti í
Corpus Christi í Texas, en Charles
W. Kerber heitir læknirinn sem hefur
þróað hana. Hann starfar við The
University of California Medical
Center í San Diego. Hún er í þvt
fólgin að örgrönn slanga er þrædd inn
í blóðæð í náranum og rennt upp í
heila. Á slönguendanum er ofurlítil
blaðra með sérstöku hraðþornandi
lími. Þegar sjá má á skoðunartækjun-
um að slönguendinn er kominn að
veika staðnum í heilanum er blaðran
sprengd. Límið harðnar þegar í stað
og lokar fyrir blóðstreymið til
skemmdu æðanna, þannig að það
verður að leita sér leiða annars staðar
og fer þá þangað sem þörf er fyrir
það. Lokuðu, skemmdu æðarnar
dragast hins vegar saman og ónýtast,
og hætta þannig að vera sjúklingnum
hættulegar.
Úr US. New & World Report
Gæludýrin
lengja lífið
Sívaxandi fjöldi athugana leiðir til
þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að
þeir sem hafi gæludýr á heimilum
sínum séu heilsuhraustari og ltði
betur, verði meira að setja stundum
langlífari heldur en það fólk sem
engin gæludýr hefur. Ein þessara
athugana, sem Erika Friedmann í
Pennsylvaníu gerði, leiddi í ljós að í
hópi hjartasjúklinga komust þeir
betur af sem áttu gæludýr. Aðeins 28