Úrval - 01.08.1982, Page 76
74
ÚRVAL
hann slitinn og gamall. Mikil veðrun,
sól og vindur, auk stöðugs líkamlegs
erfíðis, hafði gert hár hans grátt og
andlitið hrukkótt. Hann var farinn að
leita æðra markmiðs en bara þess að
hlaupa hratt. Hann kom af stað
kapphlaupum í góðgerðarskyni og
gaf ágóðann fátæklingum, sem á leið
hans urðu.
1843 einsetti Ernst sér að hlaupa
endilanga Afríku frá Alexandríu til
Höfða. En hann vildi gera úr því
meira en kapphlaupið eitt. Prinsinn
af Puckler-Muskau styrkti hann fjár-
hagslega. Mensen ætlaði að finna
upphaf Nílar. Hann komst aldrei
lengra en að neðsta fossinum. Þar
varð sjúkdómur, sennilega blóð-
kreppusótt, honum að aldurtila.
Seinna er sagt að prinsinn hafí lagt
á sig mikið erfíði og ærinn kostnað
til þess að reisa minnisvarða á gröf
hans með eftirfarandi áletrun: „Frár
eins og hjörtur, eirðarlaus eins og
svalan. Jörðin, hlaupvangur hans, sá
aldrei hans ltka.” Enginn hefur kom-
ist nærri því að bæta met hans.
Sonur minn er miðframherji í unglingaliði knattspyrnufélagsins. Ég
horfi yfirleitt á alla leiki hjá þeim og gleymi mér gersamlega af
spenningi. Eitt sinn er hann lék meistaralega með boltann gaf ég
sessunaut mínum olnbogaskot og hrópaði: ,,Þetta er sonur minn.”
Svarið sem ég fékk var: , Já, ég veit. Hann er líka sonur minn.”
Konan við manninn sinn: ,,Við sendum þeim jólakort um síðustu
jól en við fengum ekkert frá þeim. Því senda þau okkur ekkert
kort núna af því að þau reikna ekki með að fá neitt frá okkur og þar
sem við fengum ekkert kort frá þeim um síðustu jól fínnst þér þá að
við eigum að senda þeim kort núna eða ekki ? ’ ’
Ungi maðurinn hafði lagt sig allan fram í starfi sínu og nú var
næstum liðið ár frá því að hann byrjaði. Þar sem aðeins tvær vikur
voru fram að þeim tíma sem launahækkanir og aðrar kaupleiðrétt-
ingar voru væntanlegar vék hann sér að reyndum starfsmanni fyrir-
tækisins og sagði: ,,Ef ég legg mig allan fram þessar tvær vikur
heldurðu þá ekki að ég fái launahækkun?”
,,Góði minn,” svaraði hinn reyndi starfsmaður. ,,Þetta minnir
mig á hitamæli í köldu herbergi. Með því að halda um mælinn
geturðu fengið hann til að stíga um nokk.rar gráður en þú hitar ekki
upp herbergið.”