Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 86

Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL Maðurinn var nú kominn I nánd við okkur, og ég sá glögglega rólegt og steingervingslegt andlit hans um leið og hann fór fram hjá. Hann starði galopnum augum út í fjarsk- ann. Hann hljóp ekki heldur virtist hann lyftast frá jörðu með stuttu millibili, líkt og fjaðurmagnaður knöttur sem kastast áfram. Stökk- hreyfingar hans voru reglubundnar eins og pendúlhreyfing. Hann var klæddur venjulegum munkakufli sem farinn var að láta mikið á sjá. Hann hélt með vinstri hendi í eina fellingu kuflsins og var höndin háll- falin undir henni. í hægri hendi hélt hann á phurba (töfrarýting). Hægri handleggurinn hreyfðist lítið eitt við hvert stökk, eins og hann styddist við staf. Það var engu líkara en rýtingur- inn, sem aldrei nam oddi við jörðu, snerti hana samt við hvert stökk og væri hlauparanum til stuðnings. Förunautar mínir fóru af baki og beygðu höfuð sín í lotningu til jarðar meðan munkurinn fór fram hjá. En hann hélt áfram leiðar sinnar eins og hann hefði alls ekki orðið okkar var. Mig iðraði þess að hafa ekki stöðv- að manninn og skipaði því förunaut- um mínum að stíga á bak í skyndi. Um stund gátum við haldið í við hann. Þegar við höfðum elt hann um tveggja mílna veg fór hann þvert úr leið, klifraði upp bratta brekku og hvarf inn ífjallahringinnsem umlukti sléttuna. Það var ekki hægt að elta hann á hestum þessa leið svo að við urðum að snúa til baka. Ég veit ekki hvort munkurinn varð okkar var eða ekki. Maður I venju- legu ástandi hefði ekki komist hjá því, en hvort hann klifraði upp brekk- una til að sleppa úr augsýn okkar eða breytti um stefnu án þess að sjá okkur get ég ekki gert mér grein fyrir. Klaustrin í Tsang eru fræg fyrir að þjálfa hraðhlaupara. Munnmælasög- ur eru til um það hvers vegna frægasti hlauparinn — frá klaustiinu Shalu — fór að nema og iðka lung-gom. Söguhetjurnar eru tveir merkir lamar: Júngtön Dorje Pal og sagnarit- arinn Bustön. Sá fyrri var frægur töframaður sem lagði sérstaka stund á að gera sér ægileg goð undirgefin. Hann fæddist árið 1284 f. Kr. og er sagður hafa verið sjöunda endur- holdgun lærisveinsins Subhuti (Búddha var meistari hans). Þessi Subhuti hélt áfram að endurholdgast í Tashi lamaprestunum. Júngtön Dorje Pal dó 92 ára að aldri. Bustön fæddist árið 1288 f. Kr. í Thophug 1 grennd við Shigatze. Hann ritaði nokkrar bækur í sagn- fræði og safnaði helgum ritum Búddha, þýddum úr sanskrít, í safn það sem nú nefnist Kahgyur. Töframaðurinn Júngtön tók sér eitt sinn fyrir hendur að efla dubthab- helgisið og seið mikinn til þess að gera dauðraguðinn Shinjed sér undir- gefinn. Þennan seið varð að efla tólfta hvert ár því að annars grandaði guðinn daglega einhverri skynsemi gæddri veru til að seðja hungur sitt. Seiðurinn átti að vera til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.