Úrval - 01.08.1982, Síða 87
MÁTTUR HUGARORKUNNAR
85
neyða Shinjed til að vinna að því að
hætta manndrápum næstu tólf árin.
Fórnir voru honum færðar og hann
tilbeðinn daglega til að blíðka hann.
Bustön frétti um áform Júngtöns
og langaði að ganga úr skugga um
hvort hann réði yfir þeim mætti að
hann gæti kúgað goðið grimmilega.
Þess vegna fór hann með þremur
öðrum fróðum lamaprestum til hofs
goðsins til þess að vera viðstaddur
seiðinn. Þegar þangað kom varð
Shinjed að lúta í lægra haldi fyrir sær-
ingum Júngtöns. Geigvænleg stærð
goðsins var ,,eins mikil og himinn-
inn”, segir sagan.
Töframaðurinn sagði við
lamaprestana að þeir hefðu einmitt
komið á réttum ttma til þess að
vinna kærleiksverk. Goðið, sem hann
hefði yfirbugað, heimtaði nú mat til
þess að blíðkast og því skyldi nú ein-
hver lamanna bjóða sig fram að
fórn. Hinir þrír félagar Bustöns tóku
því fjarri að verða við þessum til-
mælum og flýttu sér burt. En Bustön
kvaðst vera reiðubúinn til að fórna sér
og ganga í gin goðsins ef það væri
nauðsynlegt til að koma í veg fyrir
manndráp þess næstu tólf árin.
Þessu göfugmannlega tilboði svar-
aði Júngtön þannig að hann gæti
tryggt að seiðurinn næði tilgangi
sínum án þess að mannfórn kæmi til.
En um leið kvaðst hann leggja Bustön
og afkomendum hans þá skyldu á
herðar að enduraka tólfta hvert ár
sama seiðinn, eftir sinn dag. Bustön
gekk að þessari kröfu og skapaði
Júngtön þá, með töfrum sínum,
fjölda af dúfum og varpaði í gin goðs-
ins Shinjed til að sefa hungur þess.
Síðan þetta gerðist hafa endur-
holdganir lamaprestsins Bustöns, sem
drottna yfir klaustrinu Shalu, gert
þennan sáttaseið. Annars lítur út fyrir
að goðið Shinjed hafi fengið fleiri í
lið með sér því að nú tala Shalu-iamar
um margar verur sem halda þurfi i
skefjum með seiðnum.
Hlaupari hefur það hlutverk að
safna þessum verum saman úr ýmsum
áttum. Hlaupari þessi er kallaður
Maheketang.
Þeir sem ætla sér að verða Maheke-
tang verða að vera úr hópi munkanna
frá Njang töd kjid eða Samding.
Undirbúningsþjálfun fer fram í öðru
hvoru þessara klaustra. Þjálfunin er
mest fólgin í öndunaræfingum sem
munkarnir stunda innilokaðir í svarta
myrkri. Æfingatíminn er þrjú ár og
þrír mánuðir.
Ein þeirra öndunaræfinga sem nýt-
ur hvað mestrar hylli meðal þeirra
meinlætamanna í Tíbet sem ekki eru
hreinir skynsemistrúarmenn er á
þessa leið:
Nemandinn situr með krosslagða
fætur á stórri, þykkri dýnu. Fyrst
dregur hann að sér andann eins lengi
og hann framast getur til þess að fylla
allan líkamann lofti. Því næst heldur
hann niðri í sér andanum meðan
hann stekkur upp í loftið með kross-
lagða fætur og án þess að nota hend-
urnar og fellur niður á dýnuna aftur í
sömu stellingum og áður. Þessa æf-