Úrval - 01.08.1982, Page 91
MÁTTUR HUGARORKUNNAR
89
áður vissi. Hann sagði meðal annars
að sér hefði verið kennt að best væri
að hlaupa um sólsetur og um
heiðskírar nætur og einblína á
stjörnuhimininn meðan hann hlypi.
Eg hugsa að hann hafi unnið
meistara sínum eið að því að segja
ekki frá neinu um aðferðir lung-gom-
paanna og þess vegna munu
spurningar mínar hafa komið honum
illa.
Á þriðja degi eftir hiaupið var
hann horfinn úr tjaldinu er við
vöknuðum í dögun. Hann hafði flúið
um nóttina, ef til vill beitt á flóttan-
um hrað- og þolhlaupsmætti sínum
og þá sennilega í göfugri tilgangi en
þegar hann beitti honum til þess að
fá sér ærlega í svanginn.
Að halda á sér hita
klæðlaus í ís og snjó
Það er ekki heiglum hent að halda
á sér hita um hávetur á kafi í snjó í 11
til 18 þúsund feta hæð, aðeins klædd-
ur þunnri flík, eða jafnvel nakinn. Þó
vinna margir einsetumenn í Tibet
þessa þrekraun á hverjum vetri, ár
eftir ár. Þessi þraut er unnin með
þeim mætti sem þeir öðlast með því
að iðka tumo.
Orðið tumo táknar hita eða varma
en er ekki notað yfir þau hugtök í
máli Tíbetbúa. Það er tæknilegt heiti
í dulvísindum um þann leyndar-
dómsfulla varma sem takmarkast ekki
eingöngu við þann einsetumann sem
framleiðir hann.
Tíbetskir meistarar í dulvísindum
greina á milli ýmissa tegunda af
tumo'. ytri tumo, sem kemur beint af
sérstakri hrifningu og umvefur
manninn, sem fyrir henni verður, í
,, hlýja skikkju guðanna”, innri
tumo, sem vermir einsetumennina og
lætur þeim líða vei í snjó og frosti á
fjöllum uppi, og dular-tumo sem
ekki er hægt að nefna varma nema í
táknrænni merkingu því að þetta er
það ástand sem einna helst verður lýst
með orðunum „paradísarsæla hér á
jörðu”.
í dulvísindum getur einnig um
fjórðu tegundina af tumo, en það er
sá leyndi eldur sem kveikir í kynvökv-
um iíkamans svo að þeir flæða sem
bálorkustraumur um allar æðar og
taugar.
Fáir einir, í innsta hring dulspek-
inga, þekkja til hlítar hinar mismun-
andi tegundir af tumo. Hins vegar
hafa allir Tíbetbúar heyrt talað um þá
tegund af tumo sem vermir einsetu-
menn og heldur í þeim lífi í frosti og
snjó á öræfum á vetrum. Þar með er
ekki sagt að þeir þekki aðferðina sem
notuð er til að framleiða þennan hita.
Þvert á móti þekkja hana fáir og lam-
ar þeir sem kenna hana halda henni
leyndri fyrir almenningi. Þeir segja
einnig að hún verði hvorki lærð af
lestri né munnlegri frásögn heldur
verði meistari í listinni að kenna
hverjum einstaklingi hana persónu-
lega og þjálfa hann til þess að að
haldi komi.
Ekki eru heldur allir færir um að