Úrval - 01.08.1982, Page 106
104
ÚRVAL
óþekkt. En hann bað um frest og
spurði hvort hinn töfrandi andstæð-
ingur sinn væri ekki fáanlegur til að
gefa sér svo sem mánaðarhvíld frá
kappræðunum svo að hann gæti
kynnt sér málið. Hann skyldi að þeim
tíma liðnum fúslega hefja kappræður
að nýju.
Hér hlýtur Bharatí að hafa van-
metið námshæfileika andstæðings
síns og talið víst að einn mánuður
væri of stuttur tími til þess að hann
gæti orðið fullnuma í vísindum ástar-
innar og listinni að elska. Hún hljóp
því á sig með því að veita Sankara
frestinn. Hann tók þegar að leita sér
að kennara.
Um sama leyti og þetta gerðist lést
indverskur stórhöfðingi (rajahJ,
Amaruka að nafni. Sankara sá fljótt
að hann gat ekki stundað nám sitt í
eigin persónu þar sem hann var nafn-
kunnur meinlætamaður, og sá sér nú
leik á borði. Hann skipaði lærisvein-
um sínum að vaka yfir líkama sínum
á afviknum stað en flutti sjálfur sál
sína í líkama höfðingjans sama dag-
ina og verið var að flytja hann á bálið.
Rétt áður en bálförin skyldi hefjast
reis Amaruka upp frá dauðum og var
fluttur aftur heim í höll sína, hinum
mörgu, lögulegu konum sínum til
mikiilar gleði — og álitlegum hópi
fagurra hjákvenna einnig.
Það kom fljótt I ljós að Sankara var
áhugasamur nemandi. Kom þetta
konum höfðingjans og hjákonum
notalega á óvart því höfðinginn hafði
upp á síðkastið vanrækt þær fullmik-
ið, enda orðinn gamall maður þegar
hann lést. Ráðherrar og aðrir hirð-
menn veittu því einnig eftirtekt að
höfðingi þeirra var miklu þróttmeiri á
líkama og sál eftir upprisuna heldur
en hann var áður. Þessi fjölhæfi prins
var gerólíkur gamla höfðingjanum
sem þeir höfðu þjónað og þekkt um
margra ára skeið.
Áður en langt leið fór konurnar í
kvennabúri hallarinnar og ríkisráðið
að gruna að andi einhvers voldugs
siddha (manns sem er gæddur yflr-
náttúrlegri orku) væri sestur að í
líkama hins látna höfðingja,
Amaruka. Þar sem óttast var að and-
inn kynni að hverfa aftur til síns rétta
bústaðar var fyrirskipað að gerð skyldi
leit að földu líki og ef það fyndist
skyldi það þegar í stað brennt á báli.
En það er af Sankara að segja að
hann var svo niðursokkinn í námið að
hann steingleymdi persónuleika
sínum og fann því síður til nokkurr-
ar löngunar til að h'erfa aftur í
líkama meinlætamanr.sins og
heimspekingsins sem \ar falinn á
leyndum stað og vaktaður af
lærisveinum hans.
Þegar meistarinn kom ekki aftur í
líkamann á tilsettum tíma gerðust
lærisveinarnir órólegir. Þegar þeir svo
fréttu að leit væri hafin að líkama
meistara þeirra urðu þeir skelfdir.
Þeir héldu því í skyndi til hallar
höfðingjans, fengu leyfi til að ganga
fyrir hann og hófu upp söng einn
mikinn sem Sankara hafði sjálfur
samið við heimspekilegt ljóð. Þá