Úrval - 01.08.1982, Page 113
111
Mike Henderson langaði mest af öllu til að láta draum
sinn um aðfljúga rætast þótt það virtist vonlítið.
Viljinn dregur
hálft hlass
— Jack Finchcr —
vÍcvÍ\ií\')t<>K at Patterson, sem hafði
íij vh verið flugmaður í 25 ár,
'd var^ furðu lostinn þegar
:P. .'j'. ungur maður kom til
vÍtvKvitvicÍK hans á Medford Ore
flugvellinum þann 28. júlí 1976 og
bað hann að kenna sér að fljúga.
Mike Henderson, en það hét ungi
maðurinn, var nefnilega í hjólastól,
lamaður upp að mitti.
Eftir að hafa virt Henderson fyrir
sér stutta stund var Patterson viss um
að hann gæti ekki stjórnað flugvél.
Hvernig gæti lamaður maður notað
fótstýrið?
En það var ekki nóg með að fætur
Hendersons væru máttlausir. Hann
gat varla hreyft fingurna heldur.
Þetta er vonlaust, hugsaði Patter-
son, en eitthvað aftraði honum frá að
segja það. Kannski var það augljós
einbeitni unga mannsins og ákafinn í
svipnum. Það er ekki ljóst hvað réð
viðbrögðum flugkennarans en í stað
þess að neita Henderson strax sagði
hann: ,,Það má vera að ég geti kennt
þér, en samkvæmt reglum flugmála-
ráðuneytisins verður þú að komast
inn í og út úr flugvél hjálparlaust.”
Hann hnykkti höfðinu í átt að eins
hreyfils kennsluflugvél. ,,Eg ætla að
fara og fá mér kaffisopa. Ef þú verður
kominn upp 1 vélina þegar ég kem
aftur getum við byrjað.”
Þremur vikum áður hafði Mike
Henderson farið í flugferð. Þegar bú-