Úrval - 01.08.1982, Side 114

Úrval - 01.08.1982, Side 114
112 ÚRVAL ið var að hjálpa honum urn borð í vél- ina og hún komin á loft datt honum allt í einu í hug að þarna væri starf við hans hæfi. Ekki skorti hann tíma til að læra flug og raunar ekki peninga heldur þar sem hann hafði trygginga- bætur. í fyrstu hafði hann mestar áhyggjur af því hvort hann réði við stjórntæki flugvélar. En nú komst hann að raun um að það gæti reynst honum jafnerfitt að komast hjálpar- laust upp í flugvél og að fljúga henni. En Mike var ekki óvanur mann- raunum. Fyrir 8 árum, þá var hann 22ja ára og vann hjá strandgæslunni, datt hann af bryggju og lenti á fljót- andi trjádrumbi með þeim afleiðing- um að tveir hryggjarliðir brotnuðu. Læknar sögðu að hann gæti trúlega ekki gengið framar. Þótt Mike fengi síðar tilfinningu í neðri hluta líkamans og útlimi var hann lamaður upp að mitti og gat lítið hreyft hand- leggina. Seinna sagði taugaskurðlæknir honum að hann kæmi aldrei til með að lifa lífinu hjálparlaust. Þótt Mike vissi ekki hvers vegna reiddist hann lækninum. „ídingað kemur læknir og segir til um hvernig líf mitt eigi eftir að vera, en ég ákvað að láta engan takmarka fyrirfram frelsi mitt til að reyna. ’ ’ Eftir margra vikna endurhæfingu, sem var meðal annars fólgin í því að tína marmarakúlur klukkustundum saman af einum diski yfir á annan, fór Mike til foreldra sinna. Þar lærði hann að aka bíl, staðráðinn í að sjá um sig sjálfur. Stuttu seinna kynntist hann Ruth Tanner og eftir stutt til- hugalíf gengu þau í hjónaband. Brátt fór hann að gera ýmis hreystiverk eins og að láta sig fljóta niður Coloradó- ána 1 hljólbarðaslöngu og fleira. En endurhæfíngin hafði ekki miðað að þvl að komast eftir flugvél- arvæng upp í hnúðlaga flugstjórnar- klefann á Piper Cherokee. En Mike gafst ekki upp. Eftir að hafa sett stól- inn í bremsu við hlið vélarinnar setti hann aðra höndina á vænginn þar sem hann var lægstur og hina á arm- brík stólsins og vó sig upp eins hátt og hann gat. Síðan velti hann sér upp á vænginn og olnbogaði sig í átt að flugstjórnarkiefanum. Pat Patterson fylgdist með þessu þrumulostinn. ,,Það tók hann 45 mínútur að skríða eftir vængnum,” sagði hann. „Þegar ég kom að flugvélinni sat hann í flugstjórnarklefanum sem var ataður blóði úr sárum á olnbogum hans. Sá sem þolir slíkan sársauka verður ekki stöðvaður í ætlunarverki sínu. ’ ’ En þó munaði minnstu að svo færi. Læknirinn sem skoðaði Mike, þegar hann fór í svokallaða FAA læknis- skoðun, sagði að ekki kæmi til máia að þessi maður gæti stjórnað flugvél. ,,Ertu snarvitlaus!” sagði hann í símtali við Patterson. Maðurinn getur varla hreyft sig. Én Patterson gaf sig ekki og spurði lækninn hvort hann vildi fljúga með ef hann ábyrgðist að Mike gæti það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.