Úrval - 01.08.1982, Side 114
112
ÚRVAL
ið var að hjálpa honum urn borð í vél-
ina og hún komin á loft datt honum
allt í einu í hug að þarna væri starf við
hans hæfi. Ekki skorti hann tíma til
að læra flug og raunar ekki peninga
heldur þar sem hann hafði trygginga-
bætur. í fyrstu hafði hann mestar
áhyggjur af því hvort hann réði við
stjórntæki flugvélar. En nú komst
hann að raun um að það gæti reynst
honum jafnerfitt að komast hjálpar-
laust upp í flugvél og að fljúga henni.
En Mike var ekki óvanur mann-
raunum. Fyrir 8 árum, þá var hann
22ja ára og vann hjá strandgæslunni,
datt hann af bryggju og lenti á fljót-
andi trjádrumbi með þeim afleiðing-
um að tveir hryggjarliðir brotnuðu.
Læknar sögðu að hann gæti trúlega
ekki gengið framar. Þótt Mike
fengi síðar tilfinningu í neðri hluta
líkamans og útlimi var hann lamaður
upp að mitti og gat lítið hreyft hand-
leggina.
Seinna sagði taugaskurðlæknir
honum að hann kæmi aldrei til með
að lifa lífinu hjálparlaust.
Þótt Mike vissi ekki hvers vegna
reiddist hann lækninum. „ídingað
kemur læknir og segir til um hvernig
líf mitt eigi eftir að vera, en ég ákvað
að láta engan takmarka fyrirfram
frelsi mitt til að reyna. ’ ’
Eftir margra vikna endurhæfingu,
sem var meðal annars fólgin í því að
tína marmarakúlur klukkustundum
saman af einum diski yfir á annan,
fór Mike til foreldra sinna. Þar lærði
hann að aka bíl, staðráðinn í að sjá
um sig sjálfur. Stuttu seinna kynntist
hann Ruth Tanner og eftir stutt til-
hugalíf gengu þau í hjónaband. Brátt
fór hann að gera ýmis hreystiverk eins
og að láta sig fljóta niður Coloradó-
ána 1 hljólbarðaslöngu og fleira.
En endurhæfíngin hafði ekki
miðað að þvl að komast eftir flugvél-
arvæng upp í hnúðlaga flugstjórnar-
klefann á Piper Cherokee. En Mike
gafst ekki upp. Eftir að hafa sett stól-
inn í bremsu við hlið vélarinnar setti
hann aðra höndina á vænginn þar
sem hann var lægstur og hina á arm-
brík stólsins og vó sig upp eins hátt og
hann gat. Síðan velti hann sér upp á
vænginn og olnbogaði sig í átt að
flugstjórnarkiefanum.
Pat Patterson fylgdist með þessu
þrumulostinn.
,,Það tók hann 45 mínútur að
skríða eftir vængnum,” sagði hann.
„Þegar ég kom að flugvélinni sat
hann í flugstjórnarklefanum sem var
ataður blóði úr sárum á olnbogum
hans. Sá sem þolir slíkan sársauka
verður ekki stöðvaður í ætlunarverki
sínu. ’ ’
En þó munaði minnstu að svo færi.
Læknirinn sem skoðaði Mike, þegar
hann fór í svokallaða FAA læknis-
skoðun, sagði að ekki kæmi til máia
að þessi maður gæti stjórnað flugvél.
,,Ertu snarvitlaus!” sagði hann í
símtali við Patterson. Maðurinn getur
varla hreyft sig.
Én Patterson gaf sig ekki og spurði
lækninn hvort hann vildi fljúga með
ef hann ábyrgðist að Mike gæti það.