Úrval - 01.08.1982, Page 117
115
Þegar nsastóra olíuskipið rakst á óviðbúinn vinnubátinn
slokknaði öll von um að finna nokkurn á lífi. En þá
heyrðust högg einhvers staðar innan úr flakinu niðri í
vatninu.
MARTRÖÐ UNDIR
MISSISSIPPI
— Gerald Moore —
Það var kl. 22:30 hinn 23. nóvem-
ber 1980 að 465 feta (141,8 m) langt
tankskip, Coastal Transport, sigldi út
úr iðandi höfnini við New Orleans.
Skipið stefndi fullfermt brennisteins-
sýru og vítissóta undir stjórn Jim
Brennan skipstjóra niður Mississippi
og áfangastaðurinn var Veracruz í
Mexíkó.
Skipum af þessari stærð ber að hafa
hafnsögumann um borð til leiðbein-
ingar um hina duttlungafullu ála og
strauma Mississippi. Að þessu sinni
var það Gerald Jean kafteinn, fullgiid-
ur hafnsögumaður, sem bar ábyrgð á
stjórninni niður ána, frá New Orleans
allt til Pilot Town, síðustu hafnsögu-
stöðvarinnar áður en komið var að
Mexíkóflóanum.
A meðan þetta risastóra, eirrauða
tankskip klauf vatnið í átt að flóanum
hafði Sallee P., 120 feta (36 m)
langur bátur sem aðstoðaði við olíu-
boranir á Mexíkóflóa, rétt lokið við að
losa birgðir við einn borpallinn og var
nú á leið til baka þvert yfir flóann og
stefndi í átt til heimahafnarinnar
Venice við Mississippi, um 130 kíló-
metrum neðar en New Orleans.
Um miðnætti þegar skipstjórinn,