Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 9

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 9
iðulega krefjast af lesendunum. Þannig má með nokkrum rétti segja að fagurbókmenntirnar, höfundar þeirra og unnendur, hafi dregið sig í hlé frá umheiminum og fjarlægst fjöldann en ekki öfugt. Afleiðing þessa er síðan sú að útgáfa fagurbókmennta verður erfiðleikum bundin. Efnahagsleg undirstaða hennar er sjaldnast sterk þar sem kaupendur eru oftastnær tiltölulega þröngur hópur. Margir hafa orðið til að gagnrýna sérvisku og sérþarfir þessa hóps og í því samhengi má skoða orð Þráins Bertelssonar úr grein frá 1978: ...bókmenntasmekkur fagurkera hefur einkum á síðustu áratugum fjarlægst smekk og venjur allrar alþýðu ekki síður en kólibrí- tungnaát fornrómverskra sælkera; með tímanum kemur þetta náttúrlega niður á fagurkerunum en ekki alþýðunni. (TMM 1/1978: 39) IV. Veigamesta ástæðan fyrir þessurn aðskilnaði er sú bylting sem orðið hefur á öllum lifnaðarháttum okkar Vesturlandabúa síðustu hundrað árin. Það eru ekki eingöngu framfarir á sviði tækni og vísinda sem hafa breytt lífi manna. Róttækar breytingar hafa einnig orðið á félagslegum og efnalegum aðstæðum alls þorra fólks og í raun hefur grundvöllur sjálfrar samfélagsskipunarinnar tekið stakkaskiptum. Áður var það einkum efnahagurinn sem setti fólki skorður en nú orðið má gera ráð fyrir að uppeldi, menntun og sérhæfing til ákveðinna og afmarkaðra starfa ráði mestu um lífshlaup manna og lífsviðhorf. Þessar umfangsmiklu breytingar á lífsháttum hafa haft margvísleg áhrif á stöðu ritlistarinnar og skapað ný vandamál sem höfundar þurfa að kljást við. Þar er stærstur vandi tungu- málsins, og þar með skáldskaparins. Sá vandi er margþættur. Tungumálið er í kreppu sem kalla mætti ofnotkun. Frá útvarpi og sjónvarpi bylur stöðugur orðaflaumur á hlustum fólks hvert sem það fer og allsstaðar hefur það líka ritmálið fyrir augunum; í dagblöðum, á veggspjöldum, á matvælaumbúðum... Vegna þessa eru ýmis þau orð og orðtæki sem málið býr yfir orðin flöt og gagnsæ, orðin að klisjum, ekki síst fyrir tilverknað auglýsinga. Gegn þessum vanda hafa skáldin ráðist með því að brjóta niður 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.