Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 17

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 17
Reinharð Reinharðsson: Hvar ertu Miss Ellie?* Sápa er hugtak sem gagnrýnendur nota sem samheiti yfir rusl. Bandarískar sápu-óperur eins og Dynasty og Dallas eru álitnar sérstaklega óáhugaverðar til gagnrýni, ef hægt er að tala um að vinsælt sjónvarpsefni sé hæft til gagnrýni. Þessir þættir eru þeir umtöluðustu sem sýndireru í sjónvarpi, sakaðir um að vera aðalfæða hinna fávísu, og grafa hættulega undan lestrar- og skriftar- kunnáttu æskunnar. Sápu-óperur almennt og fjölskylduvandamála-sápur sérstak- lega krefjast þó mjög þroskaðrar lestrarkunnáttu. Það er kannski ekki um að ræða lestrarkunnáttu sem menntastofnanir viðurkenna, eða greind byggða á staðreyndum né lestri ritaðs texta. En að fylgjast með sápu-óperum eins og Dallas og Dynasty krefst raunverulega lesturs og skilnings á flóknum frásagnarmáta sjónvarps, jafnvel meira en lestur venjulegrar skáldsögu gerir. Krafist er af áhorfendum sápu-ópera að þeir fylgist með frásögn sem spannar fjölda ára og er sjaldnast á nokkurn hátt í eðlilegu samhengi. Átökin í Dallas og Dynasty halda linnulaust áfram, engin af aðalpersónunum mundi nokkurn tíma fá keypta líftryggingu. Þær skjögra frá einu áfallinu til þess næsta, ná sér eftir banvænan sjúkdóm í einurn þætti til þess eins að glata sjóninni nokkrum þáttum síðar. En þrátt fyrir þessi linnulausu átök er sjaldnast sagt frá því sem á undan hefur gengið. Einstaka sinnum bjóða handritin upp á endursögn, þegar Bobby og Pamela í Dallas endurvekja samband sitt þá er fortíðin rakin til þess að enginn missi af mikilvægi dauða Bobbyar. Venjulega er áhorfendum látið eftir að muna það sem áður hefur gengið eða nota eigin getgátur til að ráða í óséða þætti. Auk þessa undraverða minnis er áhorfendum einnig ætlað að geta fylgst með mörgum sögum samtímis. í langan tíma eru sumar persónur aðeins lítillega tengdar atburðum þáttanna. í Dallas fylgdi frásögnin fyrir stuttu nokkrum hjónaböndum samtímis en * Unnið upp úr grein Rosalind Couard: Come back Miss Ellie; on character and narrative in Soap-Opera" sem birtist í Critical Quarterly, vol 28, nos 1 & 2. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.