Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 18
í hverju þeirra var tekist á við flókin vandamál þótt þau tengdust
aðeins lauslega í einstaka þáttum.
Það má því með sanni segja að fjölskylduvandamála sápu-óperur
krefjist rneiri einbeitingar en frásagnarmáti bæði skáldsögunnar
og flestra annarra sjónvarpsþátta. Þessar sápu-óperur eiga margt
sameiginlegt með framhaldsmyndaflokkum sjónvarps. Flestir
framhaldsmyndaflokkar í sjónvarpi búa yfir vissurn eiginleika
hins óendanlega og gætu eða hafa möguleika á að halda áfram
endalaust. En margir framhaldsmyndaþættir eru þættir sem enda;
persónurnar eru þær sömu en saga hverrar viku er mismunandi,
til dæmis þættir eins og Bergerac og Miami Vice. Þessir sjónvarps-
þættir hafa tekið upp frásagnarhraða skáldsögunnar eða leikrits-
ins, frekar en að nota sér þann möguleika sem útvarp og sjónvarp
hafa á að ljúka aldrei sögunni.
Hitt forrn framhaldsmyndaflokka er það sem breskar sápu-
óperur aðhyllast. Þar er það staðsetningin eða vinnustaðurinn sem
er þungamiðjan, t.d. í gömlurn þáttum eins og Coronation Street
og Compact eða nýjum eins og Brookside og Eastenders. í þeim
öllum eru atburðir heldur niinna vandamálakenndir og í vissum
skilningi getur hver þáttur virkað sem þverskurður úr daglega
lífinu, uppákoma eða staður þar sem einstaklingar eða fjölskyldur
takast á. Andstætt þessu byggja bandarískar vandamála sápu-
óperur mun meir á minni áhorfenda urn atburðarásina, það er
ekki nóg að muna lauslega að Barry missti vinnuna á síðasta ári
eða að Sheila hafi þjáðst af eftirfæðingar-þunglyndi síðustu sex
mánuðina. Dallas og Dynasty færa sig stanslaust frá einum atburði
til þess næsta, það sem tæki breska sápu-óperu sex mánuði að
segja frá geta þeir þjappað saman í tvo þætti.
En ef þessir þættir krefjast slíks afburða minnis, hvernig
geta þeir þá einnig krafist jafn mikillar afburða gleymsku? Hvernig
stendur á því að slíkir framhaldsþættir skipta reglulega um leikara
og ætlast til þess af áhorfendum að þeir gleyrni á einni viku því
sem þeir geta munað árum saman? Það undarlegasta við þessar
leikaraskiptingar er að þær heppnast oftast. Enginn man, til dæmis,
hvernig hinn upprunalegi Stephen Carrington í Dynasty leit út
þó að leikaraskiptin hafi á sínum tíma virst ganga svívirðilega
langt á trúgirni áhorfenda. Jafnvel enn undarlegra var þegar ný
leikkona kom í stað Barböru Bel Geddes sem lék Miss Ellie í
16