Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 19

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 19
Dallas. Þegar Stephen Carrington hvarf gætti Dynasty þó þess velsæmis að láta hann deyja í flugslysi (dæmigert rósamál I sápu- óperu um nleikara í geymslu, kemur eða kemur ekki aftur, leikinn af sama eða öðrum leikara"). Miss Ellie fór einfaldlega í burtu um stund og kom til baka leikin af annarri, þó nokkuð ólíkri, leikkonu. Áhorfendur hættu þó ekki að horfa á þættina eins og búast mátti við. Sennilega urðu til brandarar um skiptin en frásögnin hélt áfram án vandkvæða. Þetta undarlega samband milli minnis og gleymsku segir okkur sitthvað urn frásagnarháttinn sem þessir vinsælu framhaldsþættir beita. Það er greinilega frásagnarháttur sem á við sjónvarp og þá sérstaklega sápu-óperur. Enginn annar frásagnarháttur gerir jafn ósvífnar kröfur til neytenda. Framhaldsþættir í útvarpi geta tekist á við dauða eða skipti á leikara án mikilla vandkvæða. Breytt rödd gerir aðrar kröfur til trúgirni áheyrenda. í kvikmyndum eru slík skipti óframkvæmanleg. Endanleiki kvikmynda krefst þess að ímyndinni sé haldið. Málaferli ekkju Peters Sellers við Blake Edwards vegna nýs leikara í stað hins látna eiginmanns hennar eru til rnerkis um hve slík skipti eru erfið. Þegar þess er gætt hvernig kvikmyndin heldur ímyndinni í ákveðinn tíma, er meðtekin og lýkur síðan, sést vel hvað sjónvarpið er ólíkt. Sjónvarpið reynir einnig að halda uppi ímynd en á annan hátt en kvikmyndir. Þrátt fyrir að mjög lítið sé um beinar útsendingar í sjónvarpi (íþróttir eru undantekning) getur sjónvarpið enn skapað þá blekkingu að hlutirnir séu að gerast. í skemmtiefni sjónvarps er vinnsla efnis, klipping, val og samsetning þátta algjörlega háð áhrifamættinum. Ráðandi þáttur í töfrum sjónvarps er gegnsæið, það að myndavélin er eins og beint framhald sjónar okkar. Á þessu ber mest í atburðum og fréttum úr samtímanum en það á einnig þátt í skemmtanagildi sápu-ópera. Á meðan sápu-óperur eins og Dallas og Dynasty byggja mikið á fagurfræði fjölskyldu- vandamálamynda - þann eiginleika allra atburða að vera þýðingarmiklir, einbeita sér einungis að því sem snertir aðalfjölskylduna, hin óstöðvandi atburðarás - nota þær sér einnig þá blekkingu að hlutirnir séu að gerast. Raunar má segja að sú náttúra skemmtunarinnar að vera næstum endalaus auki þessi áhrif, sérstaklega með skilaboðunum: nFramhald í næsta þætti". 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.