Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 23

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 23
og hlutverk eru alls ekki bundin við sjónvarp heldur taka aðrir miðlar þau upp þó þeim sé ef til vill raðað öðruvísi saman. Þessar andstæður sem koma fram í Dallas og Dynasty eru þær sömu og koma fram í meðferð blaða á bresku konungsfjölskyldunni. Aðalpersónurnar og atburðarás sögunnar eru næsturn þær sömu og í Dallas og Dynasty en þar sem skáldskaparheimur konungsfjölskyldunnar er nokkuð vafasamur eru eiginleikar og hlutverk persónanna ekki eins föst og í raunverulegum sápu- óperum. Koma Díönu prinsessu inn í konunglegu sápu-óperuna sýnir berlega hlutverk persóna í sápu-óperum. Við fyrstu kynningu á Díönu sem i(feimnu Di", hinni þokkafullu og barngóðu konu var Önnu prinsessu ýtt til hliðar. Á einni nóttu verður hún óframbærileg fyrir konungsfjölskylduna. Það er sem um endurtekn- ingu á hlutverkum systranna, Elisabetar og Margaretar, Elisabet hin feimna og róiynda systir en Margaret hin opna og umtalaða. Það er athyglisvert að þegar fleiri hliðar á Díönu koma fram- sá möguleiki að hun nöldri, hafi gaman af Duran Duran og eyði of miklum peningum í föt - þá er Anna prinsessa þegar í stað tekin í sátt og verður sá fjölskyldumeðlimur sem sér um góðgerðarmál. Gifting Charles ríkisarfa hafði einnig breytingar í för með sér fyrir aðrar persónur. Þegar Charles varð hinn góði eiginmaðúr, hliðstæður Bobby Ewing, er annar konunglegur elskhugi dreginn fram í sviðsljósið, Andrew prins, þekktur sem (lRandy Andy" í blöðunum, og settur í hlutverk hins nýja konunglega Casanova. Við þessi skipti á hlutverkum verður tilgangur Casanova ljós: mun konungsfjölskyldan, eða önnur upphafin fjölskylda, falla fyrir einhverjum úr lægri stéttunum? Andrew fylgir þessari kröfu eftir betur en Charles bróðir hans gerði því Charles hélt sig við aðalinn. Lagskonur Andrews voru hins vegar fyrirsætur, leikkonur og smástirni úr klámmyndum, ekki beint alþýðustúlkur en ýttu þó undir hugmyndir um giftingu við eina slíka. Sem kom á daginn þegar hann giftist Söru Ferguson. Á meðan margar persónur eru í andstöðu hver við aðra er venjulega ein sem er tákn fyrir stöðugleika, persóna með góða eiginleika sem gefur hugmyndinni um fjölskyldueiningu merkingu og heldur fjölskyldunni saman þrátt fyrir innri og ytri þrýsting gegn einingunni. Og það er ekki undarlegt að oftast eru þessar persónur kvenkyns þar sem konur eru oftast fulltrúar góðmennsku 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.