Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 23
og hlutverk eru alls ekki bundin við sjónvarp heldur taka aðrir
miðlar þau upp þó þeim sé ef til vill raðað öðruvísi saman.
Þessar andstæður sem koma fram í Dallas og Dynasty eru þær
sömu og koma fram í meðferð blaða á bresku konungsfjölskyldunni.
Aðalpersónurnar og atburðarás sögunnar eru næsturn þær sömu
og í Dallas og Dynasty en þar sem skáldskaparheimur
konungsfjölskyldunnar er nokkuð vafasamur eru eiginleikar og
hlutverk persónanna ekki eins föst og í raunverulegum sápu-
óperum. Koma Díönu prinsessu inn í konunglegu sápu-óperuna
sýnir berlega hlutverk persóna í sápu-óperum. Við fyrstu kynningu
á Díönu sem i(feimnu Di", hinni þokkafullu og barngóðu konu
var Önnu prinsessu ýtt til hliðar. Á einni nóttu verður hún
óframbærileg fyrir konungsfjölskylduna. Það er sem um endurtekn-
ingu á hlutverkum systranna, Elisabetar og Margaretar, Elisabet
hin feimna og róiynda systir en Margaret hin opna og umtalaða.
Það er athyglisvert að þegar fleiri hliðar á Díönu koma fram-
sá möguleiki að hun nöldri, hafi gaman af Duran Duran og eyði
of miklum peningum í föt - þá er Anna prinsessa þegar í stað
tekin í sátt og verður sá fjölskyldumeðlimur sem sér um
góðgerðarmál. Gifting Charles ríkisarfa hafði einnig breytingar í
för með sér fyrir aðrar persónur. Þegar Charles varð hinn góði
eiginmaðúr, hliðstæður Bobby Ewing, er annar konunglegur elskhugi
dreginn fram í sviðsljósið, Andrew prins, þekktur sem (lRandy
Andy" í blöðunum, og settur í hlutverk hins nýja konunglega
Casanova. Við þessi skipti á hlutverkum verður tilgangur Casanova
ljós: mun konungsfjölskyldan, eða önnur upphafin fjölskylda, falla
fyrir einhverjum úr lægri stéttunum? Andrew fylgir þessari kröfu
eftir betur en Charles bróðir hans gerði því Charles hélt sig við
aðalinn. Lagskonur Andrews voru hins vegar fyrirsætur, leikkonur
og smástirni úr klámmyndum, ekki beint alþýðustúlkur en ýttu þó
undir hugmyndir um giftingu við eina slíka. Sem kom á daginn
þegar hann giftist Söru Ferguson.
Á meðan margar persónur eru í andstöðu hver við aðra er
venjulega ein sem er tákn fyrir stöðugleika, persóna með góða
eiginleika sem gefur hugmyndinni um fjölskyldueiningu merkingu
og heldur fjölskyldunni saman þrátt fyrir innri og ytri þrýsting
gegn einingunni. Og það er ekki undarlegt að oftast eru þessar
persónur kvenkyns þar sem konur eru oftast fulltrúar góðmennsku
21