Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 37

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 37
Jón Karl Helgason: HETJUR OG HIMPAGIMPI Um siöahugmyndir og Hómerskviður* það er því bónraín, að enginn yðar bryddi á ójöfnuði hér á heimili minu; þvi nú hefi eg fengið skynbragð og vit á þvi, sem er gott og illt, þar sera eg fyrr meir var sem barn. (Od.:326) Mönnum hefur löngum þótt miklu skipta að bera skynbragð á sannleikann og ekki síst á hvað sé gott og illt, rétt og rangt. Þeir hafa líka löngum deilt um hvort eitthvað sé til sem sé rétt og gott í sjálfu sér eða hvort þessi gildi séu háð þeirri menn- ingu og þeim tíma sem um ræðir. Sókrates og Platón voru dyggir málsvarar fyrrnefnda viðhorfsins; Sókrates tefldi því fram í gagnrýni sinni á hentistefnu sófistanna en Platón í frummynda- kenningunni þar sem frummyndirnar eru óbreytanlegar og eiga allar hlutdeild í eilífri frummynd hins góða. Gegn þessu viðhorfi hafa margir bent á að mælikvarðar góðs og ills hafi ekki verið hinir sömu fyrr á öldum og nú og að þeir séu misjafnir eftir rnenn- ingarheimum. Siðferði og siðgæðishugmyndir okkar íslendinga eru til að mynda eilítið frábrugðin því siðferði og siðgæði sem Tyrkir búa við. Ekki er víst að þessi viðhorf séu með öllu ósamræmanleg. Enda þótt siðferðileg breytni manna miðist iðulega við ákveðnar siðgæðishugmyndir og allur gangur sé á þeim siðferðilega veruleika og því gildismati sem maðurinn hefur alist upp við í sögunnar rás, er ekki þar með sagt að útilokað sé að komast að einhverjum niðurstöðum í siðferðilegum efnum. Rétt er að geta þess að hér verða ekki settar fram einhverjar gullvægar staðhæfingar um rétta eða ranga breytni. Viðfangsefnið einskorðast við siðahugmyndir og verk Hómers, Ilíonskviöu og Odysseilskviöu. Á þessi tengsl siðgæðis og siðferðis er hins vegar minnst til að gera að nokkru leyti grein fyrir því verkefni sem blasir við slíkri orðræðu. Það er vandasamara fyrir þá sök að í bókmenntum er unnt að skoða siðahugmyndir frá ýmsum ólíkum sjónarhornum, sjónarhornum sem getur þó veist erfitt að greina að og eiga til að skekkja hvert annað. * Þessi ritgerð var upphaflega skrifuð sem áfangi i námskeiðinu „Fornaldarbókmenntir" sem Kristján Árnason kenndi í Almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands haustið 1986. Hún birtist hér að mestu óbreytt. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.