Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 40

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 40
Biðlavígsþátt í Odysseiískviöu má lesa sem ítarlega lýsingu á slátrun. Söguhetjan læsir biðlana vopnlausa inni í stórum sal og drepur þá síðan hvern af öðrum með boga sínum. Einn biðlanna, Leódes, biðst vægðar en Odysseifur hegur á þveran háls honum, „svo höfuðið féll niður á gólf, rneðan Leódes var að tala." (Od.:355) Þegar búið er að taka alla biðlana af lífi eru hálshöggnar þær ambáttir sem lagt hafa lag sitt við þá. Það er erfitt að sætta sig við að persónur sem auðsýna slíka grimmd og ómennsku á okkar mælikvarða séu í einhverjum skilningi hetjur. Þess ber hins vegar að gæta að dæmin hér að ofan eru tekin úr öllu heildarsamhengi kviðanna en það er kórvilla í athugun sem þessari. Betur verður vikið að þessum dæmum hér á eftir en rétt er að vekja athygli á að jafnvel þótt litið sé á kviðurnar út frá einhverju heildarsamhengi verður túlkandinn alltaf skilyrtur af sínu eigin siðamati. Vilhjálmur Árnason lýsir því svo að það siðferði sem við búum við tlliti" alltaf skilning okkar og hafi jafnvel áhrif á hvaða heildarsamhengi við finnum. Við greiningu á siðferðishugmyndum íslendingasagnanna hefur mest borið á tveimur viðhorfum til þessa heildarsamhengis og þau leitt menn í tvær ólíkar stefnur. Er önnur stefnan nefnd rómantík í sagnskýringum en hin húmanismi. í stórum dráttum leggur rómantíska viðhorfið áherslu á gildi íslendingasagna fyrir heiðinn hugsunarhátt þar sem burðarásinn er sómatilfinning hetjunnar, orðstfrinn skiptir hana meira máli en lífið sjálft. Húmaníska viðhorfið leggur hins vegar áherslu á gildi sagnanna sem kristilegra dæmisagna um ófarir þeirra sem sýna ofdirfsku og ofmetnað. Þeir sem aðhyllast rómantíska viðhorfið tala um siðferðishugmyndir sem þær hugmyndir er orð og athafnir hetju eru til marks um, það eru öðru frernur eiginleikar, lífsskoðanir og tilfinningar einstaklinga sem skipta máli. Málsvarar húrnan- íska viðhorfsins taka hins vegar fyrst og fremst mið af þeim tíma sem sögurnar eru skrifaðar á, hjá þeim felast siðferðis- hugmyndinar í siðferðilegum tilgangi höfundar. Breytni hetjunnar Séu Hómerskviður fyrst skoðaðar út frá rómantíska sjónar- horninu má í Ilíonskviðu finna mörg dæmi urn aðstæður þar sem 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.