Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 40
Biðlavígsþátt í Odysseiískviöu má lesa sem ítarlega lýsingu á
slátrun. Söguhetjan læsir biðlana vopnlausa inni í stórum sal og
drepur þá síðan hvern af öðrum með boga sínum. Einn biðlanna,
Leódes, biðst vægðar en Odysseifur hegur á þveran háls honum,
„svo höfuðið féll niður á gólf, rneðan Leódes var að tala." (Od.:355)
Þegar búið er að taka alla biðlana af lífi eru hálshöggnar þær
ambáttir sem lagt hafa lag sitt við þá.
Það er erfitt að sætta sig við að persónur sem auðsýna slíka
grimmd og ómennsku á okkar mælikvarða séu í einhverjum skilningi
hetjur. Þess ber hins vegar að gæta að dæmin hér að ofan eru
tekin úr öllu heildarsamhengi kviðanna en það er kórvilla í athugun
sem þessari. Betur verður vikið að þessum dæmum hér á eftir en
rétt er að vekja athygli á að jafnvel þótt litið sé á kviðurnar út
frá einhverju heildarsamhengi verður túlkandinn alltaf skilyrtur
af sínu eigin siðamati. Vilhjálmur Árnason lýsir því svo að það
siðferði sem við búum við tlliti" alltaf skilning okkar og hafi jafnvel
áhrif á hvaða heildarsamhengi við finnum.
Við greiningu á siðferðishugmyndum íslendingasagnanna hefur
mest borið á tveimur viðhorfum til þessa heildarsamhengis og
þau leitt menn í tvær ólíkar stefnur. Er önnur stefnan nefnd
rómantík í sagnskýringum en hin húmanismi. í stórum dráttum
leggur rómantíska viðhorfið áherslu á gildi íslendingasagna fyrir
heiðinn hugsunarhátt þar sem burðarásinn er sómatilfinning
hetjunnar, orðstfrinn skiptir hana meira máli en lífið sjálft.
Húmaníska viðhorfið leggur hins vegar áherslu á gildi sagnanna
sem kristilegra dæmisagna um ófarir þeirra sem sýna ofdirfsku
og ofmetnað. Þeir sem aðhyllast rómantíska viðhorfið tala um
siðferðishugmyndir sem þær hugmyndir er orð og athafnir hetju
eru til marks um, það eru öðru frernur eiginleikar, lífsskoðanir
og tilfinningar einstaklinga sem skipta máli. Málsvarar húrnan-
íska viðhorfsins taka hins vegar fyrst og fremst mið af þeim
tíma sem sögurnar eru skrifaðar á, hjá þeim felast siðferðis-
hugmyndinar í siðferðilegum tilgangi höfundar.
Breytni hetjunnar
Séu Hómerskviður fyrst skoðaðar út frá rómantíska sjónar-
horninu má í Ilíonskviðu finna mörg dæmi urn aðstæður þar sem
38