Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 48

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 48
og hernaðar. Hægast er að túlka þær sem lofgjörð um hreysti og þolgæði, hugrekki og styrk í stríði. Á hinn bóginn má túlka þær sem ádeilu á stríð, mannvíg og grimmd. Bardagalýsingar Hómers eru oft á tíðum það óhugnalega raunsæjar að ef þær hefðu verið skrifaðar af íslendingi á síðustu áratugum léki lítill vafi á hvert markmið rithöfundarins hefði verið. Heljarslóöarorusta sem Benedikt Gröndal skrifaði um miðja síðustu öld hefur löngum verið túlkuð sem stríðsádeila vegna lýsinga af svipuðu tæi, sem eru þó sýnu ýktari. Það hefur litlu breytt þótt höfundurinn hafi sjálfur sagt verkið einasta verið 1(skemtilega uppáfinningu gjörða á þann hátt sem riddarasögur vorar eru..." (B.G.:244). Vissulega er hætt við að túlkun á friðarboðskap Hómerskviða beri merki þeirrar kórvillu sem tíunduð var hér að framan; siðferðiskennd túlkandans ráði, en engu að síður má finna í textanum rök henni til stuðnings. í Ilíonskviöu er sérstaklega athyglisverð setning sem er tvíendurtekin. í fyrsta þætti segir Agamemnon við Akkilles: nÞú ert mér leiðastur allra konunga, fóstursona Seifs, því þér eru jafnan kærar deilur, orustur og bardagar." (II.: 8) í lok fimmta þáttar ávarpar Seifur Ares með svo til sömu orðurn: "Þú ert mér leiðastur allra guða, þeirra er á Ólympi búa; því þér eru jafnan kærar deilur, orustur og bardagar". (II.: 113) Þarna er um kaldhæðnislega mótsögn að ræða þar sem breytni þeirra Agamemnons og Seifs er í litlu samræmi við þessi orð. í Odysseitskviöu rná einnig finna dæmi þessum lík. Einu sinni sem oftar þegar Odysseifur fer huldu höfði lýgur hann til um fortíð sína: Eg hafði jafnan gaman af árbúnum skipum og orustum, velsköfnum spótum og örvum; þetta, sem er hræðilegt í sér, og öðrum stendur ógn og ofboð af, var mín skemmtan; og hefir guð víst gert mig svo lyndan, því ýmsum láta ýmsar iðnir. (Od.:221; skáletrun undirritaðs) Stuttu áður segir hann: "Þeim sælu guðum líka ekki ofríkisfull verk, en réttvísi og sanngirni virða þeir mikils." (Od.:217) Fullyrðingar sem þessar stinga í stúf við þann heildarveruleika sem kviðurnar lýsa, sérstaklega Ilíonskviða. Athyglisverð eru orð Penelópu þegar hún ræðir við Odysseif dulbúinn: 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.