Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 51
að velta fyrir sér hvað stjórni þessu vali. Svarið er ekki óljós
sómatilfinning nokkura einstaklinga heldur þær sérstöku aðstæður
og gildi sem ríkja í samfélagi þessara einstaklinga, jafnvel gildi
sem þetta samfélag byggir tilveru sína á.
í grein sinni getur Vilhjálmur enska heimspekingsins Thomas
Hobbes (1588-1679) og rits hans Leviathan til að minna á uað
siðferðishugmyndir eiga sér langa og flókna sögu sem er órofa
tengd félagslegum og menningarlegum þáttum." (V.Á.:31) í
Leviathan lýsir Hobbes mönnum í nnáttúrulegu ástandi", það er
mannlífi án aðhalds siðmenningar og valdhafa. í slíku ástandi
keppist hver og einn við að uppfylla eigin þarfir og bjarga sér
sem best án tillits til annarra. Vegna gegndarlausrar samkeppni
manna á millum við þessar aðstæður lifa þeir hins vegar í stöðugum
ótta, líf þeirra er andstyggilegt, grimmt og stutt. Þá fæðist
skynsemin. Mennirnir sjá að þeir muni bjarga sér betur með því
að semja frið og því gera þeir sáttmála sem er áþekkur gullnu
reglu Biblíunnar nerna með öfugum formerkjum: Allt sem þú vilt
ekki að aðrir geri þér, það skaltu ekki gera þeim. Þeir afsala sér
valdi sínu til sameiginlegs valdhafa á þeirri forsendu að allir
aðrir geri það líka. Siðferðið myndast því upphaflega sem
hagkvæmnisregla eöa viðskiptasamningur.
Væntanlega má gagnrýna margt í kenningu Hobbes en hún
er athyglisverð í sambandi við Hómerskviður þar sem samskipti
guða og manna eru oft á tíðum ekki annað en viðskipti. Seifur
snýst gegn Akkeum fyrir þrábeiðni Þetisar í upphafi llíonskviðu
því hún á inni hjá honum greiða, hún bjargaði honum eitt sinn
úr fjötrum hinna Ólympsgoðanna. Þaö sama er að segjaþegar Þetis
fær Hefestus til að smíða hertygin í Vopnasmíðaþætti Ilíonskviðu,
hún á annað eins inni síðan hún og Evrýnoma björguðu lífi hans
eitt sinn. Við fórnir höfða mennirnir iðulega til guðanna með sama
hætti, til dæmis ávarpar Krýes hofgoði Appollon í fyrsta þætti
með þessum orðum:
Hafi eg nokkuru sinni reist þér fagurlegt hof, eða hafi eg
nokkuru sinni brennt feita lærbita til fórnar þér, þá veit mér
þá ósk mína, að Danáar gjaldi tára minna fyrir skeytum þínum.
(II.: 3)
49