Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 82

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 82
Hins vegar held ég að bókmenntafólk hafi flest einhvern tíma leitt hugann að þeim gamla samkvæmisleik að velja bókasafn til að hafa með sér á eyðiey. En þá vakna ýmsar spurningar: Verður maður einn á eynni eða er kostur á ferðafélaga öðrum en bókum? Og þó enn frekar: Á ég afturkvæmt? Ef um einveru yrði að ræða án þess að ég ætti afturkvæmt, ja, þá líst mér ekki á blikuna, því bóklestur er í mínum huga boðskiptaform sem kallar á framtíð mannlegra samskipta. En áður en ég gerist heimspekilegur, þá er best að ég gefi mér að ég sé að fara í Mfrí" á eyðiey og eigi afturkvæmt. Þá tek ég með mér í fyrsta lagi bækur sem ég þekki en vil kynnast betur og í öðru lagi bækur sem jafnframt varða rannsóknir og ritstörf; síðan lætur maður ef til vill fylgja með eitthvað eftir höfunda sem lengi hefur staðið til að kynnast en sem hafa af einhverjum sökum legið óbættir hjá garði til þessa. 1. Ódysseifskviða. Þetta verk er nú nauösynlegt að taka með þegar staðið er í eyja-ævintýrum. Menn verða að geta sér til af þessu vali hvort ég reikna með að hafa ferðafélaga eða ekki! Ég get því miður ekki lesið kviðuna á frummálinu en vildi helst hafa með bæði prósaþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og enska þýðingu Roberts Fitzgeralds. 2. Eddukvæði. Ég myndi líklega taka Eddukvæði með sem fulltrúa íslenska arfsins; eftir að hafa á síðustu árum töluvert skoðað forníslenska sagnagerð er mig farið að langa til að líta nánar á kvæöin. 3. Leikrit Shakespeares. Maður þarf svosem ekki að réttlæta þetta val. Ég hef dálítið verið að athuga Shakespeareþýðingar Helga Hálfdanarsonar og yrði að smygla þeim með í farangrinum. 4. Ljóðasafn. Eitthvert gott safn nútímaljóða verður að koma með; helst myndi ég vilja setja það saman sjálfur. Kallast þetta að svindla? 5. Franz Kafka: Sámtliche Erzáhlungen. Kafka verð ég að fá með til að lesa og þýða. Hann myndi stytta mér stundir með dæma- lausunt húntor sínurn og sagan ((í refsinýlendunni" væri sérlega viðeigandi. 6. Thor Vilhjálmsson: Óp bjöllunnar. 7. Guðbergur Bergsson: Tómas Jónsson, metsölubók. Þetta eru miklir eftirlætishöfundar rnínir og verk þeirra yrðu góður félagsskapur á eynni og auk þess akur fræðilegra pælinga. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.