Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 91

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 91
viðgangast í samfélaginu og segja má að skeiðinu ljúki með því að barnið líti á sig sem sjálfstæða veru. Á þessu skeiði er þó ekki um línulegt ferli að ræða, því hinir ýmsu þættir þess skarast og eru engan veginn skýrt afmarkaðir, heldur getur einstaklingurinn verið á mörgurn stigum í senn og jafnvel öllum. Franski sálgreinandinn Jacques Lacan hefur með kenningum sínum haft rnikil áhrif á feminískar bókmenntarannsóknir í Frakklandi. Tvennt veldur þar mestu: a) sú ríka áhersla sem Lacan leggur á að dulvitundin verði til og fái formgerð sína í samspili máltöku og banns föðurins; b) sú kenning hans að sjálfsvitundin verði til í aðskilnaði þýðir að sjálfsvitundin er alltaf klofin en ekki heil og því brýtur kenningin mjög gegn allri húmanískri hugmyndafræði, eða einsog Juliet Mitchell segir: /.../ sjálfsvitundin er klofin og viðfangið horfið. Þetta er kjarni þess vanda að vera manneskja /.../ Að mati Lacans býður húmanísk afstaða aðeins upp á falskar vonir á grund- velli falskra kenninga.3) Því rniður er ekki rúm hér til að fara í saumana á kenningum hans, en í óþægilega grófum dráttum og allt of einfaldaðri rnynd má lýsa þeim svona: Barnið upplifir aðskilnað sinn frá móðurinni eöa öllu heldur brjósti móðurinnar sem hefur fullnægt öllum þörfum þess. Spegilstigiö tekur þá við en á því speglar barnið sjálft sig í umhverfinu og hlutir þess verða barninu annaö (með litlu a), þ.e. annað en það sjálft. Þetta stig er samofið ímyndastiginu þar sem barnið leitar fyrst að móðurbrjóstinu en síðan einhverju til að samsama sig við, þ.e. að sjálfsmynd sem skapað geti sama með- vitundarlausa tilverustig og fyrir aðskilnaðinn frá móðurinni. Öll sú leit er árangurslaus því aðskilnaðurinn er endanlegur. Samtímis færist upplifunin inn á við, kynþráin verður til og barnið finnur fullnægju í líkama sínum, því sem fer inn í hann og út úr honum. Þetta stig er stundum kallað einu nafni narkissismi. Um það leyti sem barnið kemst í kynni við og tekur málið kemur faðirinn með lög sín, boð og bönn, sem táknuð eru með fallusnum, og barnið finnur þar viðfang (objekt) til að samsama 89 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.