Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 91
viðgangast í samfélaginu og segja má að skeiðinu ljúki með því
að barnið líti á sig sem sjálfstæða veru. Á þessu skeiði er þó
ekki um línulegt ferli að ræða, því hinir ýmsu þættir þess
skarast og eru engan veginn skýrt afmarkaðir, heldur getur
einstaklingurinn verið á mörgurn stigum í senn og jafnvel öllum.
Franski sálgreinandinn Jacques Lacan hefur með kenningum
sínum haft rnikil áhrif á feminískar bókmenntarannsóknir í
Frakklandi. Tvennt veldur þar mestu: a) sú ríka áhersla sem
Lacan leggur á að dulvitundin verði til og fái formgerð sína í
samspili máltöku og banns föðurins; b) sú kenning hans að
sjálfsvitundin verði til í aðskilnaði þýðir að sjálfsvitundin er
alltaf klofin en ekki heil og því brýtur kenningin mjög gegn
allri húmanískri hugmyndafræði, eða einsog Juliet Mitchell segir:
/.../ sjálfsvitundin er klofin og viðfangið horfið. Þetta er
kjarni þess vanda að vera manneskja /.../ Að mati Lacans
býður húmanísk afstaða aðeins upp á falskar vonir á grund-
velli falskra kenninga.3)
Því rniður er ekki rúm hér til að fara í saumana á kenningum
hans, en í óþægilega grófum dráttum og allt of einfaldaðri rnynd
má lýsa þeim svona:
Barnið upplifir aðskilnað sinn frá móðurinni eöa öllu heldur
brjósti móðurinnar sem hefur fullnægt öllum þörfum þess.
Spegilstigiö tekur þá við en á því speglar barnið sjálft sig í
umhverfinu og hlutir þess verða barninu annaö (með litlu a), þ.e.
annað en það sjálft. Þetta stig er samofið ímyndastiginu þar sem
barnið leitar fyrst að móðurbrjóstinu en síðan einhverju til að
samsama sig við, þ.e. að sjálfsmynd sem skapað geti sama með-
vitundarlausa tilverustig og fyrir aðskilnaðinn frá móðurinni. Öll
sú leit er árangurslaus því aðskilnaðurinn er endanlegur.
Samtímis færist upplifunin inn á við, kynþráin verður til og
barnið finnur fullnægju í líkama sínum, því sem fer inn í hann
og út úr honum. Þetta stig er stundum kallað einu nafni
narkissismi.
Um það leyti sem barnið kemst í kynni við og tekur málið
kemur faðirinn með lög sín, boð og bönn, sem táknuð eru með
fallusnum, og barnið finnur þar viðfang (objekt) til að samsama
89
L