Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 98
Ég lokaði augunum og reyndi að mæla fram stutta bæn, en
það varð aldrei nema krampakenndur ekki. - (48)
Sjálft lokaorð sögunnar má skilja á að minnsta kosti þrjá vegu:
a) sem ekka, einsog málfræðin krefst; b) sem bæn um að hætta
þessum ofsóknum á hendur konunni; og c) sem dulvitaða vissu
um höfnunina, um útskúfunina, um að vera ekki. Þannig brýst
dulvitundin fram í sjálfum textanum og á plani hans, sem Julia
Kristeva telur einmitt eitt helsta einkenni díalógs
tungumálsins.8)
Þrá í tungumálinu
Þrá í tungumálinu er annað hugtak frá Juliu Kristevu. Orðið
uþrá" notar hún hér ekki alveg í venjulegri merkingu, heldur í
anda Lacans yfir nokkra þætti sálarlífsins sem ganga á skjön
viö lögmál rökvísinnar/fallussins, þætti einsog kollvarpandi mátt
ánægju (víns, kynlífs, söngva), hláturs og ljóðlistar. Þessir
þættir eru því mjög skyldir dulvitundinni, hvatalífinu og
vísvituðu niðurrifi; sem eiga sér skýringu í tóminu og eru
ákveðin tilraun til að fylla það. Þráin er því nokkurs konar
djúpgerð af þránni eftir samruna, viðurkenningu og lífsfyllingu á
öðrum forsendum en ríkjandi samfélagsgerð (Vesturlanda) byggir
á og viðurkennir. Þráin er dulvitundin, heimur móðurinnar, það
sem bælt er, það sem Lacan segir að við séum af því við séum
það ekki (þ.e. sjálfur skorturinn)^). Þannig má segja að með
þránni þröngvi nýtt sjónarhorn sér undir og inn í varnarvegg
rökvísinnar í textanum og spenni hann sundur til að mylja hann
að lokurn, samanber til dæmis orðið Mekki" hér að framan. Þrá í
tungumálinu lýsir sér því ýmist svo að merking textans brýtur í
bág við fallósentríska rökvísi eða þá að þessi rökvísi er brotin
upp undir yfirborði textans, í formgerð hans.
Þrá í tungumálinu er því að vissu leyti mótmynd við rökvísan
texta einsog sést vel hjá Ástu þegar söguhetjan í uDraumnum",
konan, rifjar upp tilurð draumsins, getnað barnsins sem hún
síðan drepur. Hér er konan ekki einasta virk heldur trúir hún
því líka að í nautn hennar og virkni sé ekkert ljótt að finna.
(Karlmaðurinn er hér einnig alveg óvirkur, viöfang.) Þráin birtist
96