Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 4
Ársrit Torfhildar
VIRÐULEGU BÓKMENNTAFRÆÐINEMAR
Nú er veturinn á enda og sumarið tekið við þó svo að
veðurguðirnir virðist ekki hafa áttað sig á því venju fremur, enda
hafa þeir nóg að gera við að koma vorinu af stað í öðrum löndum.
Nýliðinn vetur hefur verið heldur daufur hvað félagslíf varðar, teiti
fá eða engin og uppákomur má telja á fingrum hálfrar annarrar
handar. Nefna má ágætan ljóðaupplestur í Norræna húsinu fyrir jól,
sem þáverandi stjóm stóð fyrir og málgleðina sem haldin var í
Skólabæ í apríl og núverandi stjórn stóð fyrir. Málgleði þessi snerist
upp í nokkurs konar hringborðsumræður, þar sem frekar fáir voru
mættir miðað við heildarfjölda bókmenntafræðinema og fólk var
ekki tilbúið til að stíga í pontu og þruma yfir þeim sem eftir sátu. Úr
þessu urðu hinar skemmtilegustu umræður og margt áhugavert kom
upp á yfirborðið.
En þó félagslífið hafi verið með daufara móti þennan vetur er
ekki þar með sagt að öll nótt sé úti enn. Nú látum við ferska vinda
leika um heilabúið í sumar og næsti vetur bíður okkar með nægan
tíma til að gera ýmislegt skemmtilegt og er von mín að
bókmenntafræðinemar komi þá aftur með kollinn fullan af nýjum
hugmyndum til að hrinda í framkvæmd. Hvet ég sérstaklega
núverandi nýnema til að láta í sér heyra en heldur hefur verið hljótt
um þá undanfarið.
Einn merkilegasta atburðinn, hvað varðar félagslíf almennt í
vetur, tel ég vera viðreisn Stúdentaleikhússins. Þar tóku sig saman
nokkrir framtakssamir nemendur og árangurinn varð ljómandi
skemmtileg leiksýning í Tjamarbæ sem vonandi hefur ekki farið
framhjá mörgum. Ég vænti þess að leikhúsið sé komið til að vera og
persónulega hlakka ég mikið til að sjá næsta afrek.
Að lokum vil ég kveðja með tárum það ágæta fólk sem mun
útskrifast nú í vor og haust og óska þeim gæfu og gengis á
framtíðarbraut.
Gleðilegt sumar.
Þóra Sigríður, formaður Torfhildar.
2