Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 9

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 9
Ársrit Torfhildar skæða. (MM, Dínur, 1984) Gróteskan er alltumkring, áherslan er ekki einungis á líkamann sjálfan og allar hugsanlegar og óhugsanlegar meðferðir á honum, heldur eru skáldin ekki síður áhugasöm um hinar líkamlegu þarfir; kynlíf hefur áður verið nefnt, en matur og drykkur svo og burtstreymi alls konar eru sívinsæl yrkisefni. Vatn rennur í stríðum straumum um síður Medúsuskáldverka; hafið, og ekki síður líkamlegt vatn, sviti, blóð, og einnig drykkir sem ljóðmælendur hella í sig. Vatnið er bæði frjósamt og ógnandi, verkfæri hrömunar og lífgjafi. Þó konur hafi lítt sést innan hópsins eru þær í bókunum, konan er líkt og vatnið bæði lífgjafi og hættuleg, erótísk og ógnandi, hún er söngur næturinnar sem þrífst á strútseggjum. Því að í koki nætursólar úr ljónshöfði er Harpan sem leikur ekki á nóttina nema hún fái strútsegg (EM, Lautinant Tómas Trélitabók, 1984) Nokkuð er um músík í ljóðunum, Dadaljóð eru nokkur og taktföst, enda Dada það form sem hljómsveitin Fan Houtens Kókó valdi sér í textum sínum. Nóttin er hljómlist samkvæmt Einari Melax og nóttin er konunnar, rúmsins, kynlífs, skugga og ekki síst drauma. Hljómlistin er kona, líka samkvæmt Melax, enda má segja að bækur hópsins séu að meira eða minna leyti óður til konunnar, - hvort sem hún birtist sem náttúran eða sem kynvera -, til hins kvenlega, sem jafnframt er ekki hættulaust. Konan er ráðandi, allavega má ráða það af þessum línum Þórs Eldons úr ljóðinu Lárétt stelling (vonandi skilst vísunin): menn eru án höfða breiðstrætin liggja á hliðinni og það er einhver að dansa við mig (ÞE, Dauðaljóðin, 1984) SYKURMOLAR Eftir margskonar umbrot og brotabrot og stílbrot Medúsu og sambærilegra hópa sem voru virkir snemma á 9. áratugnum var 7

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.