Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 13
Ársrit Torfhildar
Hrannar Baldursson
þar sem þau fundust
Þau lágu saman, hlið við hlið, andlitin vísuðu til himins. Á
andlitum peirra sáust sælubros. Ský brugðu sér í drekalíki og drápu
hvert annað aftur og enn. Grasið var vott. Vínið var gott. Ekkert
mannvirki var sjáanlegt. Náttúran var ekki alspillt.
Svartur blettur þýtur eftir þjóðvegum.
Hálendisloftið var hreint og tært, lækjarspræna seytlaði ljúft eftir
smáum farvegi. Þau sneru höfðum að hvoru öðru...og horfðust lengi
í augu.
Svartur blettur breytir um stefnu og nálgast Tindajökul.
Undir jöklinum lágu pau saman, lóa söng dirrindí og lofaði peim
framtíðinni. Nefbroddar peirra mættust. Augu hennar voru brún,
hans voru gráblá. Þeim fannst það fallegt.
Svartur blettur hefur fundið fórnarlamb og nálgast hratt.
Varir peirra mættust, andvörpin dýpkuðu, tvö hjörtu slógu
hraðar. Þau brostu með öllu andlitinu, jafnvel eyrun virtust glöð.
Napur vindur lék um pau, peim var ekki kalt en um pau fór hrollur.
Svartur blettur flýr ekki árekstur úr þessu.
Hann ætlaði að segja eitthvað, skalf lítillega og virtist örlítið
óöruggur. Hann hafði sagt henni frá þrá sinni til hennar, hún hafði
gefið sig honum á vald. Þau vissu að þetta var ást en gátu ekki skilið
það.
Svartur blettur, árekstur, 5,4,3,2, l...nú!!!
"Aðeins þú..." sagði hann, en stoppaði í miðri setningu. Augu
hans urðu myrkur, andlit hans varð snjór. Stjarfur og gapandi sagði
11