Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 17

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 17
Ársrit Torfhildar Eiríkur Guðmundsson EINU SINNI VAR MAÐUR SEM... Nokkur orð um smásagnasafn Guðbergs Bergssonar; Maðurinn er myndavél. Hvers vegna seturðu upp svona gleraugu? spurðu börnin. Ja, ef ég vissi nú það, sagði Aron. Maðurinn er myndavél (bls.26) I Guðbergur Bergsson er köttur sem fer sínar eigin leiðir. Bók hans, Tómas Jónsson Metsölubók (1966), átti meginþátt í að skapa ný viðmið í íslenskri skáldsagnagerð, og gaf öðrum höfundum úr húsi módernismans meðbyr, þó svo að módernismi af einhverju tagi hefði verið iðkaður í hérlendri skáldsagnagerð, til dæmis á þriðja áratugnum af Laxness og Þórbergi (til dæmis Vefarinn mikli frá Kasmír og Bréf til Láru). Samsvarandi formbylting við þá sem átti sér stað í ljóðagerð upp úr seinna stríði varð því ekki í skáldsagnagerð fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn, og þar fór Guðbergur fremstur í flokki með Tómasi og þeim samtengda hópi bóka sem sigldu í kjölfar hans. Síðasta bókin í þeim hópi var Það rís úr djúpinu (1976), þótt ýmsir draugar hafi reyndar verið á sveimi síðan, og nægir að nefna Hermann Másson, "höfund" Froskmannsins frá 1985. Guðbergur hefur verið og er enn sér á báti í íslenskum bókmenntum; leiðirnar sem hann fer eru hans eigin en ekki annarra og lykilorðið er ferskleiki; frumleiki; nokkuð sem oft er víðs fjarri í verkum íslenskra höfunda, og þá ekki síst í smásagnagerð. Ólafur Jónsson segir í grein sinni "Eftir formbyltingu - Um sögu samtímabókmennta" um nýstárleg verk á sjöunda áratugnum: Og sú formbylting sagnagerðar sem hafin er með þessum verkum og höfundum stefnir ekki burt frá þjóðfélaginu og samtíðinni, mannlegum og félagslegum veruleik og vandamálum samtíðar. Þvert á móti virðist í sögum Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur sem aðferðir nýrrar raunsæisstefnu séu í mótun og tilraun, leitað með nýjum hætti fangstaðar við vandamál raunhlítrar samfélags- og samtíðarlýsingar." (Líka líf, bls.118) Ólafur talar hér um einhvers konar ’nýtt raunsæi' og kveður þar 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.