Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 18
Ársrit Torfhildar
kannski ekki nægilega sterkt að orði miðað við hvað verk umræddra
höfunda voru mikið nýjabrum á sínum tíma. I Tómasi Jónssyni fékk
undirmeðvitund söguhetjunnar að flæða óheft um blaðsíðurnar, og í
sjálfu sér er ekkert órarmsætt við slíkt; undirmeðvitund mannsins er
ekkert óraunverulegri en stéttabarátta eða flutningur úr sveit í borg.
Ahugamál módernistanna gömlu voru meðal annars "hinar dimmu
slóðir sálfræðinnar" ("the dark places of psychology" eins og Virginia
Woolf orðar það í "Modern Fiction", bls. 90), og í Tómasi Jónssyni
eru þær slóðir heimsóttar og því fyllsta ástæða til að taka djúpt í
árinni þegar fjallað er um slíkt verk í bókmenntasögulegu samhengi.
Allt snýst þetta þó um aðferðir til þess að miðla einhverjum
veruleika sem umlykur mannfólkið, og ekki skiptir öllu máli hvort
menn flokka þær aðferðir undir 'nýtt raunsæi’ eða módernisma.
Guðbergur er að mínu mati reyrður við íslenskan veruleika og hefur
öðrum höfundum betur tekist að færa þennan veruleika í orð: að
"aronsera íslenskan veruleika" (eins og Friðrika Benónýs orðar það í
ritdómi í Morgunblaðinu). Það er svo upp og ofan hvort menn vilja
gangast við veruleikanum eftir að Guðbergur hefur átt við hann.
Þannig eru þeir margir sem verða skelfingu lostnir og jafnvel blóta
þegar þeir sjá hvernig skáldið hefur handleikið það sem þeir
einhvern tíma kölluðu veruleika, og þrá, ekki 'nýtt raunsæi’, heldur
hefðbundið raunsæi.
Maðurinn er myndavél (hér eftir nefnd Myndavél) inniheldur
þrettán smásögur. Sögurnar eru margvíslegar eins og Örn Ólafsson
sagði um þær í ritdómi, en þó ekki það margvíslegar að ekki megi
spyrða þær saman og fjalla um í einni grein, og alls ekki eins
margvíslegar og ártölin bak við hverja þeirra gætu bent til. Allar eiga
þær til að mynda sameiginlegt að hrærast að meira og minna leyti í
íslenskum 'veruleika' (nema Brúðan; sá hluti hennar sem gerist í
Portúgal). Af eldri skáldskap Guðbergs virðist mér safnið helst skylt
bókinni Hjartað býr enn í helli sínum (1982, hér eftir nefnd Hjartað).
í þeirri bók er vissulega leitað "fangstaðar við vandmál raunhlítrar
samfélags- og samtíðarlýsingar" eins og Ólafur orðar það, og þannig
er því að mínu mati einnig háttað í smásögunum.
Hjartað er ákveðið uppgjör við raunsæi áttunda áratugarins
(nýraunsæið) og ýmsar aðrar hræringar þjóðfélagsins sem þá áttu sér
stað, svo sem jafnréttisbaráttu kvenna. I þessu uppgjöri er bæði að
finna harða ádeilu og napurt háð, enda er gamanið líklega hvergi
16