Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 20

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 20
Ársrit Torfhildar manni sem fékk flugu í höfuðið (1979). Þessi titill er einnig dæmigerður fyrir orðatiltækjaleiki Guðbergs. Öfugt við sögu eins og Önnu (1969) þar sem nöfnin eins og renna fram í belg og biðu og skil verða óljós milli persóna (erfitt að átta sig á hver er hver), eru persónur Myndavélarinnar svo til nafnlausar, ef undanskildar eru tvær fyrstu sögur bókarinnar (Mannsmynd úr biblíunni og Þama flýgur hún Ella). Nöfnin sem annars staðar eru notuð eru hálfpartinn hlutlaus; í rauninni nokkurs konar fomöfn: Jón og Karl. Þessi aðferð að láta sögurnar fjalla um 'mann sem...' eða 'konu sem...' er helsta einkenni þess naívisma sem Guðbergur iðkar hvarvetna. Hún skapar fjarlægð og jafnvel dæmisögu- eða þjóðsagnablæ. Sagan um Bitakassakonuna byrjar til dæmis svona: Einu sinni var kona sem vann í verksmiðju og bjó ein í íbúð. Þegar hún kom heim úr vinnunni þótti henni best að geta lagt sig undir værðarvoð. (92) Ef til vill er þessi ást á fomöfnum angi af nafnleysi persóna í verkum módemista eins og André Gide, eða því að kalla persónu Jósef K. eða eitthvað álíka; 'öld grunsemdanna' (eins og Nathalie Sarraute nefnir það) hefur því einnig náð til Islands. Hvað varðar fleira sem tengir sögumar saman, þá er Myndavélin uppfull af margskonar myndum, mannsmyndum, mannlífsmyndum; ljósmyndum og segir reyndar í sögunni um manninn sem varð fyrir óláni að ljósmyndin sé "einmaninn á meðal mynda og því eftirminnileg" (47). Og það er einmitt það sem myndir Guðbergs eru: eftirminnilegar, bæði vegna þess hvernig þær eru teknar og af hverju. Myndmálið í kringum myndavélina er eitt af tengiefnum sagnanna og leikur víða stórt hlutverk, enda er verið a ð fjalla um manninn og samkvæmt Guðbergi er maðurinn myndavél; fullt hús mynda. Sögumar tengjast því talsvert í gegnum sjálfan stílinn (nafnleysið/myndmálið) en jafnframt má sjá skyldleika milli viðfangsefna, og á milli þeirra persóna sem brugðið er upp myndum af. III Viðfangsefni sagnanna eru af ýmsum toga en þó má finna ýmis þemu sem skjóta oftar upp kollinum en önnur. í fyrsta lagi nefni ég samband karls og konu, sem birtist í ýmsum myndum, og em slík 18

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.