Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 24

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 24
Ársrit Torfhildar eru vissulega mannsmyndir á breiðum grunni sem eru viðfangsefni hans. Sögumar fjalla um menn. Og sögurnar fjalla um konur. Eins og fyrr segir þá er einhver hluti af Dyngjukonunni í konum Myndavélarinnar. Nánar tiltekið í þessum konum: Ellu, konunni í Karl Jón og konan, Bitakassakonunni og konunni sem veður út í sjó. Eitt einkenni flestra þessara kvenna, að rífast í og vilja ráðstafa mönnum, kemur einnig fram í stúlkunni sem drengurinn skrifast á við í Bréfasambandinu. Þessi tilhneiging hjá kvenpersónum Guðbergs er gömul, og má rekja allt aftur til ársins 1963, nánar tiltekið til smásögunnar Kaffihlés, þar sem er sagt frá því þegar sjómannskona saumar bónda sinn að nóttu til inn í lak svo hann komist ekki á sjó að morgni, sökum þess hversu hrædd hún er um hann á sjónum. Á svipaðan hátt hefur Ella saumað Aron inn í lak og vill til að mynda meina börnunum aðgang að karlinum (hún vill ekki að þau veki í honum apann), og setning eins og þessi: "Mér finnst bara gott ef önnur kona hefur tekið við honum" (59), sem konan í Karl Jón og konan segir um hinn ímyndaða eiginmann sem yfirgaf hana, gefur til kynna hverslags viðföng karlkyns persónur geta verið í sögum Guðbergs. Hér er það ekki karlveldið sem ræður ríkjum, heldur kvenveldið. Mennirnir reyna bara að grísa á að segja "annað hvort já eða nei á nokkurn veginn réttum stöðum". Tengist þetta einnig spurningunni um karlmennskuna sem víðar er vikið að í bókinni, til að mynda í sögunum Gott er að eiga unnustu ef hún er ekki með mjólkurís í höndunum og Brúðunni (lokaþættinum). Persónurnar eru einlægar í sínum fáránleika (undanskilin er hér Brúðan, sem er lang-’raunsæjasta' saga bókarinnar, þar sem söguhetjan er hugsanlega Guðbergur sjálfur) og þær eru barnalegar, samanber ungmennið sem fór út í lönd að leita að ævintýrinu. En eins og fyrr segir þá eru þær flestar þekkjanlegar og hluti af þeirri ljósmynd sem Guðbergur tekur af íslenskum samtíma, og ’aronserar' örlítið. V Mýmörg dæmi um það hvernig leikið er með klisjur hversdagsins er að finna í smásagnasafninu. Stundum virðist sem einn helsti tilgangur Guðbergs með skrifum sínum sé að vekja lesendur til meðvitundar um sjálft tungumálið; hann stundar einhvers konar framandgervingu tungumálsins. Þannig er engu 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.