Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 30

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 30
Ársrit Torfhildar Ég vil skrifa. Ég hef þegar sagt móður minni það: það er þetta sem ég vil, skrifa. (25) LJÓSMYNDIR, ÍMYNDIR, ANDLIT Hér að ofan var sagt að sögumaður liti ekki svo á að hún væri að skrifa ævisögu sína. En hvað er hún þá að gera? Kannski er hægt að segja að hún sé að velta fyrir sér hvað tíminn geri við mann, hvernig hann breyti manni, hið ytra sem hið innra. Hún horfir á sjálfa sig utan frá og reynir að skilja. Hún þykist aldrei hafa fortíðina algjörlega á valdi sínu eins og svo algengt er með sjálfsævisöguritara, heldur skoðar hún nokkur augnablik úr ævi sinni. I upphafi sögunnar byrjar sögumaður að segja frá því hvernig tíminn hafi leikið hana, hvemig andlit hennar breyttist, hvemig það varð gamalt fyrir aldur fram: Ég fékk þetta brennivínsandlit áður en áfengið kom til sögunnar. Áfengið kom til að staðfesta það. (13) Það er eins og andlit hennar hafi sagt fyrir um hvað ætti eftir að henda hana. Það var forspátt, hvernig sem það má nú vera: Fimmtán ára var ég með nautnalegt andlit og ég þekkti ekki nautnina. (13) Þetta er samspil andlits og tilfinninga. Andlitið birtir tilfinningar hennar. Af því að hana langaði til að drepa eldri bróður sinn varð hún ellileg. Af því að hún beið í ofvæni eftir fyrstu kynlífsreynslu sinni fékk hún andlit nautnar. Það er áberandi að þó að hún ræði sitt andlit nákvæmlega eru allir aðrir andlitslausir. Það eru aðeins tveiminr öðrum persónum lýst að einhverju leyti; elskhuganum og vinkonu stúlkunnar, sem er ein af fáum persónum bókarinnar sem hefur nafn; Héléne Lagonelle. Ljósmyndir eru sögumanni ákaflega hugleiknar, enda helsta tækið sem er notað til að frysta augnablikið. Stundum er eins og hún sé að horfa á ljósmynd og lýsi því sem hún sjái á myndinni og stundum lifnar ljósmyndin við. En þessi ljósmynd var aldrei tekin: Hún hefði því aðeins getað verið tekin að unnt hefði verið að sjá fyrir mikilvægi þessa atburðar fyrir líf mitt, siglingarinnar yfir fljótið. [...] Og fyrir þessa sök, að hún var ekki tekin, hefur hún einmitt öðlast gildi sitt, nefnilega að hafa óendanleikann að 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.