Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 35

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 35
Ársrit Torfhildar Kristján B. Jónasson HIRÐIRINN Lúkidor hafði leikið á hjarðpípu sína lengi dags. Hann var í örgu skapi og blés undarleg lög sem hundar hans tveir höfðu ekki heyrt áður en þeir voru af erlendu kyni, tamdir eftir leiðbeiningum úr bók Glougshires og afbragð annarra hunda. I göngum átti Lúkídor jafnan náðuga daga sem efsti maður í Stóradal. Meðan hann skoppaði kátur með mal sinn milli gnípa, smöluðu hundarnir fénu í veg fyrir gangnamennina niður frá, svo hljótt og svo hægt að álíta mætti að þeir væru skuggar en ekki skepnur af holdi og blóði. Þá gerði oft gott veður og Lúkidor nam staðar á háum tindi, skammt neðan við slitrótta skýjahuluna og leit yfir safnið. A móti honum bárust hrópin frá gangnamönnunum, hnegg frá löðursveittum hestum, gelt og samfelldur beljandi frá hvítu safninu sem rann niður dalinn. Nú var hins vegar sem hundarnir hefðu týnt áttum. Þeir lágu fram á lappir sér og skeyttu ekki um tvístraða hjörðina en hlustuðu á leik Lúkidors með undrun og angist í svipnum því aldrei fyrr hafði spilamaðurinn laðað slíka tóna úr pípunni. Hann lukti aftur augunum og hvarf frá þeim inn í eigin huga sem kraumaði af rasandi æði, og sá því ekki bládimma þokuna þjóta fram úr skörðunum og reka með hraði niður dalinn. Tryggur og Snati vældu að vísu aumlega eins og stigið hefði verið á skottin á þeim en Lúkidor yfirgnæfði þá gjörsamlega. Hann lék nú trylltan söng út í heiðaloftið og var augljóslega genginn af göflunum. Það síðasta sem sást til hans var að hann fleygði sér til jarðar, engdist þar og ók sér innan um hrís og lyng í blóðrisa hlykkjum, blásandi án afláts sín framandlegu lög. Síðan gleypti þokan þá félaga með öllu. Utan úr drunganum mátti heyra pípið í flautunni, hvellt hljóð sem súldarhryðjurnar báru með sér niður hlíðarnar. Hross á beit við hljómfagra ána litu upp og skimuðu í áttina til hans, ókyrr að sjá og fáeinar kindur komu stökkvandi út úr þykkninu á flótta undan skrækjunum og hurfu niður dalinn. Stundum gólu hundarnir en þau hljóð stilltust smám saman og urðu að lágværu ýlfri sem loks sundraðist og dó. Vinir Lúkidors gerðu að þeim leit en fundu hvorki hann né hundana. Eftir að þeir höfðu snúið aftur til byggða, daprir í bragði, hringdi foringi þeirra í 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.