Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 40
Ársrit Torfhildar
reglufestu yfir væmni umhverfisins. Nokkra stund lét hann flautuna
gæla við varimar án þess að blása en spratt skyndilega á fætur og hóf
að leika agað, seríalískt verk sem átti að kyrkja væmnina strax í
fæðingu og flytja kaldan, yfirvegaðan tón út yfir slepjulegan fjörðinn.
Stuttu eftir að bankanum hefur verið lokað lýkur maðurinn upp
aðaldyrum hans með aðstoð bankakorts og með lágværu hvissi úr
þrýstibúnaði hurðarinnar stígur hann inn í uppljómað anddyrið.
Starfsfólkið er flest farið en gjaldkerarnir sitja enn við uppgjör og
baka til, ein í hafi auðra skrifborða, situr dragtklædd kona með
símtólið klemmt undir vangann. Hún hefur farið úr skónum og skilið
þá eftir liggjandi á hliðinni, styður tánum á útglennta stólfæturna og
slær tölum inn í tölvuna sem sjálfkrafa raðast í marglita dálka og
línur. Skyndilega kallar gjaldkerinn, þybbin kona á fertugsaldri,
eitthvað til hinna og bendir fram fyrir sig. Hún hefur tekið eftir því
að maðurinn fer ekki út úr anddyrinu þó hann hafi lokið við að nýta
sér tölvubankann heldur stendur upp við brunavarnarglerið og
skyggnist inn í salinn. Hann þrýstir andlitinu eins þétt að hurðinni og
hann megnar svo gjaldkerarnir sjá glögglega ennishúðina fletjast út á
glerinu, leggur handarjaðrana á gagnaugun og rýnir inn í fáliðaðan
bankann. Konan við tölvuna stendur þegar upp úr sæti sínu og
sveiflar hægri hendi valdsmannslega að gjaldkerunum sem líklegast
táknar að þeir eigi að láta sem ekkert sé og halda áfram að vinna,
enda gefur hún sjálf fordæmi með því að setjast aftur og slá nokkrum
tölum inn í vélina til viðbótar. Þybbni gjaldkerinn lætur sér þó ekki
segjast því annað veifið lítur hún upp og hvikar augunum æst til
hinna eins og hún vilji fiska upp úr þeim bældan óróleikann og fá
hann til að blómstra. Loks lætur sessunautur hennar undan og lítur
upp sem gefur henni tækifæri til að fjölyrða eilítið um gláp mannsins
og vingsa fingrunum slyttislega í áttina til hans. Af hnykkjum þeirra
og pati má dæma að framkoma hans orkar undarlega á þau en það er
sem þau skorti ráð til að sjá við henni og breyta á annan veg. Að
endingu lætur þybbna konan seðalbúntin falla á borðið, tekur upp
símann og hringir. Meðan hún talar í símann starir hún einbeitt á
gluggagæginn eins og viðbrögð hennar ein og sér nái að hrekja hann
á brott. Engu að síður er erfitt að sjá hvað það er í fari mannsins sem
veldur óöryggi hennar, rykfrakkinn sem flaksar frá stífpressuðum
buxunum og smekklegu bindinu býr aðeins yfir ógn kunnugleikans
38