Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 53

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 53
Ársrit Torfhildar Þórný Hlynsdóttir ÓSKMYND í SPEGLI NARKISSOS Þegar í skógi þegja allir fuglar þungar krónur trjánna bærast ekki enginn vindur gárar vatnaspegla við silfurbirtu mánans ríst þú upp einsamall þræðir þögla leynistíga þangað sem innst í myrkurfylgsnum tjörnin þín bíður kyrr í köldu skyni svo kristaltær og djúp. Vilborg Dagbjartsdóttir. INNGANGUR Wennicke Eide Cox fæddist í Noregi þegar landið var hernumið af Þjóðverjum. Þegar menntaskóla lauk lagði hún stund á listnám í Osló í þrjú ár. Þá hætti hún námi og stundaði margvísleg störf, meðal annars sem plötusnúður, miðasölukona og útkastari á skemmtistað, áður en hún fluttist til Kaupmannahafnar 1970. Þaðan fluttist hún vestur um haf og var búsett þar í mörg ár, meðal annars í Nýju- Mexíkó og Vestur-Virginíu, en flutti nýlega heim til Noregs aftur. Smásagan Sister er sú fyrsta sem birtist eftir hana á prenti. Hún er í smásagnasafninu Women of Darkness þar sem eru eingöngu sögur sem á einhvern hátt tengjast hryllingi og eru allar eftir konur. Sagan Sister fjallar um óhugnanlega atburði í lífi þriggja systra. Þeir gerast innan fjölskyldunnar og er yngsta systirin ein til frásagnar. Sagan er hryllingssaga og hefur flest einkenni gotneskra sagna, stúlkurnar eru fangar aðstæðna og sjálfra sín, en sagan sver sig líka í ætt við femíníska bókmenntatexta þar sem hún lýsir mikilli einsemd stúlkubarns sem er eitt andspænis samfélaginu og sjálfu sér (óhugnaður kynferðis). Sagan gerist í einangruðu fjallahéraði og býr fólkið á strjálum bersvæðum í skóginum. Faðir stúlknanna er látinn 51

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.