Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 59

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 59
Ársrit Torfhildar vegna hrifningar sinnar á fulltrúa karlveldisins, Mr. Emrick. Án hans syngur hún ekki og hún sýnir meiri viðbrögð þegar hann kemur og fer en þegar Augusta og Eliza hverfa. Móðirin er handgengin karlveldinu og er þar af leiðandi andsnúin vandamálum systranna, þau gætu orðið til þess að hrekja Mr. Emrick í burtu. Samband systranna nær hins vegar út fyrir mörk lífs og dauða, út fyrir mörk sjálfsverunnar til úrkastsins. Móðirin er hrædd um að Mr. Emrick yfirgefi sig og yfirgefin kona er úrkast segir Lawrence Lipking. Móðirin er ekki lengur þátttakandi í samfélaginu (hún er ekkja og stundum grasekkja Mr. Emrick) og hún fómar öllu fyrir Mr. Emrick. Hún er jafnvel tilbúin til að tapa þremur dætrum sínum fyrir hann til að halda þjóðfélagsstöðu sinni. Móðirin þráir að vera elskuð af karlmanninum, það skiptir hana meira máh en ást dætranna; að minnsta kosti virðist hún tilbúin til að fórna ábyrgð hans á hvarfi þeirra á altari ástarinnar. Sannarlega blind ást og ekki bara það heldur er sekt hans of mikið áfall fyrir hana til að hún geti horfst í augu við hana. Hún treystir sér ekki til að grafast fyrir um sannleikann þrátt fyrir að hana hljóti að gruna eitthvað eins og hinar konurnar sem forðast að horfast í augu við hana. "I notice how the women move away from Mr. Emrick's hands, their sympathetic eyes avoiding Mama's"(222). Hún er úrkast, útilokuð frá samfélagi kvennanna og augnaráði þeirra. Lipking segir að yfirgefin kona sé úrkast bæði frá félagslegu og mállegu sjónarmiði því yfirgefnar konur tali sitt eigið tungumál.5 í þessu tilviki er tungumál þeirra þögnin; móðirin, Augusta og Janey þegja en Eliza hverfur úr sögunni. Einhverja ást ber móðirin í brjósti til systranna en sú ást fær ekki að koma upp á yfirborðið; móðurina skortir kjark til að rísa upp gegn karlveldinu og hafna þar með ást sinni á karlmanninum, sem er að drepa dætur hennar. í þessu má finna "passívisma" móðurinnar, þögn hennar og blindu. Hún lifir í stöðugum ótta við að verða yfirgefin; "Mr. Emrick left that winter. He did not come back. Mama's face was older; she did not sing anymore, or even hum, and when she spoke to me it was to do with work" (216). Án karlmannsins er móðirin ekkert, það má þess vegna segja að hún sé úrkast þegar hann er farinn því þá er hún ekki með sjálfri sér. Augusta er tvífari sem tengist hinu kvenlega. Hún er myndin í 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.