Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 61

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 61
Arsrit Torfhildar stækki, hún óttast beinlínis að verða kona en vill samt fá að klippa af sér flétturnar, núverandi ástand er óþolandi og hún þráir breytinguna en þorir samt ekki að stíga skrefið til fulls. "I want to be set free; and yet I am afraid" (218). Til að barnið geti orðið kona verður það að "deyja" og til þess er Janey ekki tilbúin. Torræði hins kvenlega er í nútíma gotnesku þjappað saman í torræði kvenlíkamans, hann er séður sem andstæðingur sjálfsins og afbrigðilegur að því leyti (líkaminn er þá kannski tvífari númer tvö). Þegar nútíma gotneska gefur því sem áður var falið sýnilegt form, einblínir hún gjarnan á afskræmdar líkamsmyndir og verður grótesk. Mynd systurinnar í vatninu er afskræmd. Þau augnablik sem Janey sér hana sem lík verður lýsingin á henni grótesk. Ótti gróteskunnar felst í ótta við kvenleika. Kvenleikinn er ógnvaldur sjálfsvitundarinnar, hann hótar að þurrka út mörk sjálfsins.8 Til að sigrast á vandamálinu, Mr. Emrick og kynþroskanum, verður Janey að uppgötva hvað það er sem hann sækist eftir, hún verður að skilja og uppgötva leyndarmál kvenlíkamans og horfast í augu við þau. Likaminn er fangelsi hennar. Hún verður að velja milli kvenleikans og dauðans sem og samrunans við systur sína í leit sinni að sjálfsímynd, en hún velur í rauninni hvorugt og er úrkast í lok sögunnar, kona með barnssál. Frumótti gotneskunnar er fyrir margar konur hræðslan við að losna ekki undan áhrifavaldi Móðurinnar (Hins/kastalans) og takast þar af leiðandi ekki að mynda sér eigin sjálfsvitund og verða því ekkert. Úrkastið er ekkert, án sjálfs. Rannsókn kvenhetjunnar á kastalanum (í Sister er það skógurinn) er í raun rannsókn á því sem hún hefur erft frá móður sinni, hversu stór hluti móðurinnar hún sé. Hún er hvort tveggja hún sjálf og móðir sín. Sambandið við móðurina er í senn ástar- og haturssamband og því fylgir eilíf togstreita sjálfsins við móðurímyndina. Augusta býr yfir sama leyndarmáli og móðirin, hún þekkir samskipti kynjanna, hún er kona en Janey ekki og því hlýtur Janey í lokin að hafna henni þar sem hún getur ekki horfst í augu við sjálfa sig sem konu; "I tread water. I cannot look: I cannot look away. My sister Augusta, is ten; who is this miniwoman coiling pondgreen round his body in a dreadful parody of passion, hungry mouth devouring murderer’s lips?"(226). Systirin er orðin Hinn, það að hún drepur Mr. Emrick styður tvífaraminni sögunnar því að "...um eiginlega tvífarasögu er 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.