Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 65

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 65
Ársrit Torfhildar velur blindu karlveldisins á glæpinn í stað þess að vera sammála hinmn konunum. Græni liturinn ræður ríkjum í myndmálinu.18 Hann styður við óhugnað sögunnar, ásamt brosi Mr. Emrick’s. Grænn slímugur botngróður tjarnarinnar umvefur líkama systurinnar og hún er sjálf orðin hálfgræn af langri dvöl þar og rotnun líkamans. Skógurinn er dökkgrænn, kæfandi og yfirgnæfandi í sumarhitunum. Græni liturinn tengist því köfununar- og drukknunarmyndmáli sem ríkir í frásögninni. Tengist dauðanum sem aftur tengist því óþekkta, kvenlíkamanum og því óhugnanlega leyndarmáli sem fær mann til að liggja á botni tjarnar, langt inni í skóginum, fljótandi í grænu slími. *** Rússneski formalistinn Viktor Sklovsky taldi aðal listaverks vera framandleikann, því þannig gæti listin gert hið hversdagslega sérstakt. Hér er reyndar verið að lýsa hlutum sem verða vonandi seint hversdagslegir, en frásagnaraðferðin er engu að síður sú að gera allt undarlegt. Svava Jakobsdóttir beitir þessari frásagnartækni gjarnan í verkum sínum til að sýna fram á mismun kynjanna og hvað sé kvenleg reynsla. En hún segir að kvenleg reynsla eigi "rót að rekja til þess að konan er ofurseld félagslegu valdi sem er stærra en hún sjálf og hún á alltaf yfir höfði sér hættu á andlegu og líkamlegu ofbeldi".19 Það er mjög algengt í sögum kvenna að einhver ógnun eða hætta sé yfirvofandi, í sögum Svövu sjálfrar líka, til dæmis í sögunni f draumi manns þar sem óhugnaðurinn verður ekki ljós fyrr en alveg í lokin en hefur þó verið yfirvofandi alla söguna. Uppspretta frásagnarinnar er óttinn við kynþroskann. Um það bil sem stúlkan er að breytast í konu er henni nauðgað af karlmanninum, hún fær ekki að þroskast í konu í friði, hún er bæld og þaggað niður í henni (sbr. Augustu) og áður en hún fær sjálf að upplifa sig sem konu er henni þröngvað til þess. Janey er hrædd en hún veit ekki við hvað hún er hrædd, hún skynjar einhverja yfirvofandi hættu sem hún getur ekki skilgreint. Sagan er tilraun til að skilgreina þessa ógn sem hún lifir við. Allt er séð með augum barnsins, sem er hluti af frásagnaraðferðinni sem beitt er - framandgervingu. Þar sem sagan er bundin sjónarhomi Janey verður allt óhugnanlegt, en allt sem tengist óhugnaði gæti ekki gerst í raunveruleikanum. Heldur gerir skynjun hennar og geðveiki það 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.