Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 73

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 73
Úlfhildur Dagsdóttir Ársrit Torfhildar á kvöldin koma litlu drekarnir heim og sofna í naflanum á mér hringa sig saman allir og loka augunum og eru svo lengi að komast upp aftur úr djúpri hrukkóttri holunni flæktir í sporðum og hreistri byltast og deymdi alla vel drekka úr brunninum hrista sig og skríða sumir aðrir hafa vængi og fljúga breiða úr krumpuðum vængjum þarf að slétta drukku allir nóg burt út í hinn stóra heim hárið augu tennur geirvörtur neglur fæðingablettir og ör koma á kvöldin til hvílu í sinni hrukkóttu holu alltaf jafn þröng og hlý alltaf jafn flæktir á morgnana þarf að strjúka slétta drekka dreymdi alla vel 2 í bylgjum eins og langur vefur sem hlykkjast gegnum hafið og liggur yfir maga minn niður naflann og kemur ekki út fyrr en eftir langan tíma sem kringlóttur hlykkjast umhverfis naflann kringum eyrun en kviðurinn á mér er ekki hveitibingur heldur er nafn mitt eins og úthellt olía og þessvegna elska meyjarnar mig í gegnum örþunna hvíta himnu sem verður græn í réttu ljósi og ég lími á mig næfurþunna græna himnu sem bungar niður í naflann og milli rasskinnanna og veltir mér á magann því naflinn gerir mig feimna og og uggarnir og sporðurinn rífa sig út og ég fer kollhnís niður og með glóandi augum er allt með slaufur og hendurnar sem leysa þær fléttast sjálfar í stórar þykkar slaufur eins og varir í öllum litum sem sökkva og þrýsta mér með setjast á naflann minn og renna milli rasskinnanna niður á stóra hringleikahúsið og fólkið æpir meðan það heldur um augun á sér 71

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.