Mímir - 01.04.1986, Page 8

Mímir - 01.04.1986, Page 8
alls þorra ungs fólks. Margar rokkstjörnur verða gúrúar og hjarðmenn fyrir mergð manna, sungnar og síteraðar útum allan heim. Text- arnir eru oft ekki merkilegir en túlka engusíður heimsmynd ungmenna; Dylan og Lennon eru ekki ininna þekktir af textum sínum en lögum. Það er mikið sungið um frið, bróðurþel og æsku — og ekki síst ástina sem vissulega er oft tjáð af tilfinningu en jafnframt fer að bera á nýu viðhorfi til hennar, kæruleysinu, þarsem viðlagið er: Iet’s spend the night together. Hugmyndir sem eiga rætur sínar í þeim hreyfingum og listastefnum sem hér voru nefndar tel ég að megi greina í ljóðum íslenskra ungskálda á 8. áratugnum. Raunar er nú hálf- partinn óþarft að taka þetta fram sérstaklega því það hefði mátt vera eitthvað stórkostlegt að í fjarskifta- og samgöngumálum þjóðarinnar ef ekki hefði örlað á neinum straumum úr iðu- kasti þessara hreyfinga. Þó er kannski rétt að nefna að auðvitað eru umræddar hugmyndir æði stað- og stílfærðar einsog jafnan er með er- lendar hugmyndir í íslensku landslagi og blandaðar innlendum hræringum í pólitík og listum. Yrkisefni og viðhorf í kjölfar þeirra umróta sem lítillega var fjall- að um hér að framan virðist vera sem þjóðfé- lagsáhuginn aukist og gagnrýnistónninn verð- ur æ meira áberandi í íslenskri ljóðagerð. Yrkisefni sín sækja ungskáldin yfirleitt til nú- tímans og lífsins í borgarsamfélaginu sem þau ýmist deila á eða hæðast að í ljóðum sínum. Nútíma þjóðfélagi er gjarna lýst sem ófreskju sem maðurinn verður að berjast við af öllum kröftum svo hann verði ekki gleyptur með húð og hári; heimurinn er fangelsi þarsem múrarnir eru reistir úr auglýsingaspjöldum og refsingin er ævilangt neyslukapphlaup; og allir hafa fangarnir lent í einangrunarklefa — sérhver húkir einn í sínu horni. Manninum — fangan- um — er lýst sem utangáttar, firrtum og villu- ráfandi; hann er leiksoppur aflanna sem beina lífinu í þá farvegi sem gefa mestan arð: spretthlaupararnir mása hart er barist á lífsgæðabrautinni um gull og silfur og brons frammí rauðan dauðann mása þeir þessa marklausu braut með útbrunna kyndla (BSS: Nætursöltuð ljóð, bls. 32). Þótt yrkisefni ungskáldanna séu etv. ekki beinlínis ný af nálinni sé litið til annarra tíma- bila í íslenskri ljóðagerð, þá eru áherslurnar amk. allt aðrar: það er ekki lengur verið að kveða um bóndann sem yrkir jörð sína af þög- ulli alvöru, ekki um glaðbeitta sjómenn á hvítskúruðum togurum, né heldur um fegurð fjalla og firninda og ekki eru ort innhverf ljóð um könnun hugarfylgsnanna. Aherslan liggur afturámóti á borgaranum, stöðu hans gagnvart þjóðfélaginu, sjálfum sér og heiminum; tilgang- ur mannsins með lífi sínu er þema sem oft skýtur upp kollinum í ljóðum ungskáldanna og spurningin „hvað erum við að gera með að sanka að okkur öllu þessu drasli” er óneitan- lega undirtónn víða í kveðskap þeirra: syngdu þá um ástina! ástina sem selur hárkollur skugga og brjóst ástina sem selur húsgögn og þvottavélar ástina sem selur gular nærbuxur á eiginmanninn ástina sem selur lyktarlausar samfarir ástina sem klínir saman þjóðfélagið ástina sem selur og ástina sem kaupir (PG: Splunkunýrdagur, bls. 82). Eða einsog Steinunn Sigurðardóttir segir í ljóði 77/ Páls: Þótt ég ætti ísskáp, bifreið, sjónvarp og ryksugu, en hefði ekki frystikistu, — þá ætti ég ekki neitt. (StS: Þar og þá, bls. 29). Umhverfi borgarans — sjálfborgin — erekki óalgengt yrkisefni hjá ungskáldunum enda hafa einmitt margir orðið til að kalla þau borgar- skáld. Mölin er þó ekki lengur tákn syndafalls 8

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.