Bergmál - 01.09.1951, Side 6

Bergmál - 01.09.1951, Side 6
Bergmál ------------------- í ungmeyjarherberginu, sem áður er nefnt, stóð breitt og þægilegt rúm, og voru ábreiður allar úr dýrasta silki, með inn- ofnum rósum og myndum. í þessu rúmi lá ung blómarós og svaf vært. Hún hafði kastað silkiábreiðunni af sér, og kuðl- að hana saman með fótunum aftur við gaflinn, og lagt netta fæturna með rúbínrauðum tá- nöglum ofan á. Á gólfteppinu við hliðina á rúminu lá nátt- fatnaður senoritu Manuelu — lítið og þunnt hýjalín, sem fékk mann til að minnast fyrsta morgunroða árdegissólarinnar í frumskógum Brazilíu. Manuela lá í kuðung eins og lítill kettlingur, á vinstri hlið- inni. Hár hennar var hrafn- svart, svo að næstum sló á það bláleitri siikju.. Lokuð augna- lokin báru Hollywood-löng augnahár, — sem voru ófölsuð. Rjóðar varirnar voru hálfopnar og sá því í skjallhvítar, fagrar tennurnar. Það lék veikt bros um varir hennar. Þessa ungu senoritu drevmdi án efa um em- hvern ungan, glæsilegan karl- mann. Hún andvarpaði lítillega — hinn þrýstni fagurlagaði barmur hennar hófst reglu- bundið með andardrættinum — ---------------- September og önnur hönd hennar, sem lá yfir knéð teygðist fram, fing- urnir krepptust, eins og þeir ætluðu að grípa utan um eitt- hvað — hún andvarpaði aftur — velti sér á bakið, rétti úr fót- unum — opnaði augun — og vaknaði. Manuela di Portofino reis upp við olnboga og leit á armbands- úrið sitt ,sem lá á náttborðinu. — Nú, klukkan er þá orðin níu, muldraði hún í svefnrofun- um. Caramba! (Hver fjandinn). Og svo var eins og hún glað- vaknaði skyndilega: — Nei — aldrei að eilífu — ég giftist aldrei þeim bölvuðum flóðhesti — ekki þó þeir létu tíu bandóða uxa draga mig að altarinu. Það var drepið á dyrnar. Moura, þjónustustúlka Manuelu, sver negrakerling í rósóttum baðmullarkjól, sem hún hafði brett upp fyrir olnboga, kom inn í herbergið með kaffibakka í hendinni. „Góðan daginn, senorita Man- uela. Hafið þér sofið vel?“ spurði hún um leið og hún lét bakkann frá sér, á náttborðið við hliðina á ungmeyjunni. „Nei — fjandalega — Moura. Mig dreymdi Carlos Obidos, þú veizt, þennan leiðinlega ekru- 4

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.