Bergmál - 01.09.1951, Page 8

Bergmál - 01.09.1951, Page 8
Bergmál --------------------- sem gjaldþrota, ef ég giftist ekki senor Obidos?“ „Það er ekki gott að vita, senorita Manuela.“ — „Moura!“ Manuela hrærði í kaffibollanum með teskeiðinni, „já — veiztu hvað pabbi sagði við mig í gærkvöld? Hann sagði að senor Obidos hefði hringt til sín frá Alcobaca og spurt hvort að ég gæti ekki komið til hans og kynnzt honum dálítið með því að dvelja eins og eina viku eða jafnvel lengur, á búgarðin- um hjá honum. Yeiztu hvað ég held, Moura? Ég held að senor Obidos hafi hugsað sér að þvinga mig á einhvem hátt til að giftast sér. En það skal aldrei verða — jafnvel þó hann vddi beita mig valdi. Aldrei, Moura. Aldrei ....“ Um fimmleytið þennan sama dag sat Manuela di Portofino við hliðina á elskhuga sínum, senor Leon Gaoyaz í áætlunarflugvél- inni hans á leið til Alcobaca •'dð Amazonfljótið ,þar sem búgarð- ur senor Obidos var. Það var hraðskeyti frá senor Obidos til senor Diaz di Porto- fino, sem réði úrslitum; ---------------- September „Ef þú sendir ekki dóttur þína í flugvél, verð ég til- neyddur að lýsa þig gjald- þrota .Stop. Beztu kveðjur. Carlos Obidos.“ Pabbi, — di Portofino hafði engan grun um að Manuela þekkti, og því síður að hún væri ástfangin í þessum viðkunnan- lega flugstjóra. Og Manuela nefndi það ekki með einu orði við hinn stórlynda vindlafram- leiðanda. Senor di Portofino átti nefnilega verksmiðju, sem vafði brazilíanska vindla. Leon Gaoyaz stýrði flugvél sinni hátt yfir skýin, sem huldu hálendi Brazilíu. Hláturinn sauð niðri í honum. Að hugsa sér — nei, þetta var ótrúlega bráð- fyndið. Þessi bráðlyndi vindla- framleiðandi sendi dóttur sína út í himingeiminn í fylgd með þeim manni, sem blessaður iðju- höldurinn hefði ekki einu sinni getað látið sig dreyma um að eignast sem tengdason. Og mikil afburða leikkona var hún Manuela. Engin minnsta svipbreyting í andliti hennar hafði gefið til kynna að þau væru gamlir kunningjar, hún og flugstjórinn — að hann hefði óteljandi sinnum kysst hinar 6

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.