Bergmál - 01.09.1951, Side 9

Bergmál - 01.09.1951, Side 9
1951 freistandi varir hennar um dimmar nætur, er eldflugurnar dönsuðu um í heitu loftinu, — eða, að hún hefði þrisvar farið í stuttar flugferðir yfir Bahia. „Lofið mér því, ungi maður,“ hafði senor di Portofino sagt í hálfgerðum hótunartón við Le- on, áður en hann, ásamt Man- uelu, steig upp í flugvélina, „lofið mér því — sverjið það, að þér gerið enga minnstu til- raun til að vinna hylli dóttur minnar. Því að hún er heitbund- in hinum þekkta ekrueiganda senor Obidos, og áður en mán- uðurinn er liðinn, verður hún gift honum. Hvorki senor Obi- dos né ég sjálfur, höfum nokkuð á móti þessum gangi málanna — ef — já, ég veit að þér skiljið mig, senor Gaoyaz .... “ Hinn ungi flugstjóri skildi, og lofaði. Hann gerði meira en það, hann sór, að hann skyldi ekki gera nokkra tilraun til að nálg- ast senoritu Manuelu. Hann myndi hafa nóg áð hugsa, við að stjórna flugvél- inni. Og auk þess — þegar hann sagði þetta áttu þau bæði erfitt með að skella ekki upp úr, hann og Manuela — og auk þess væri Manuela alls ekki við hans hæfi. Nei, hann aðhylltist einkum ------------------ B E R g m Á L ungar, Ijóshærðar dömur — dömur með ljósgullið hár .... „Elskar þú mig, Leon?“ spurði Manuela með munninn við eyrað á honum, í sama mund og þau flugu yfir borgina Pica di Vera. Leon svaraði með því að klípa í hnéð á henni. Og hún lét varir sínar snerta kinn hans. Fjórum klukkustundum síðar lenti Leon Gaoyaz flugvélinni, glæsilega, á flugstöð einni við Amazonfljótið. „Það er ágætt veitingahús hér,“ sagði Leon. „Ég get mælt sérstaklega með steikinni hérna, sem er kölluð á la Santiago, og auk þess er eftirmaturinn venju- lega sérstakt hnossgæti, sem ég er viss um að þú kannt að meta. Og að máltíð lokinni,11 bætti hann við með glettnisglamp? í augunum, „þá hefi ég nokkuð í bakhöndinni, sem á að koma þér á óvart. Ég skal segja þér nokk- uð skrítið: Við verðum hér í nótt! En á morgun höldum við svo áfram til herra þorskhauss Obidos — ef við höldum þá nokkuð áfram .... “ „— Hvað áttu við?“ spurði Manuela og horfði á hann dökkum, uppglenntum augum. „— Jú — sjáðu til, hér í flug- 7

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.