Bergmál - 01.09.1951, Side 23

Bergmál - 01.09.1951, Side 23
Svona fór það — það reyndist hægt að lækna konuna mína, af sjúklegri ástríðu fréttaburðarins. FLÝGUR FISKISAGAN Sinásaga eftir M. Henry. Carter beið þess að konan hans færi út úr stofunni, en sneri sér svo að Stan, bezta vini sínum. „Gefðu mér nú ráð, Stan,“ sagði hann í hálfum hljóðum. „Hvað er nú að?“ sagði Stan lágt. „Þetta er okkar á milli, þú skilur það?‘ „Auðvitað, þú veizt, að ég svík þig ekki, hvað sem í boði er.“ „Jæja, við höfum fengið vinn- ing í knattspyrnugetrauninni,“ stundi Carter upp. „Og hvað er svo sem athuga- vert við það?“ spurði Stan undr- andi. „Uss — uss!“ Carter gaf hon- um aðvörunarmerki. „Ekki svona hátt. Ég hef nefnilega ekki sagt Alice frá þessu enn.“ Stan horfði á hann og skildi lítið upp né niður í þessu. „Og hvers vegna ekki?“ réð hann af að segja eftir nokkra þögn. „Ja — þú veizt, hvað gefin hún er fyrir að kjafta frá. Undir eins og hún fréttir þetta, verður það komið um allt. Og þar með er úti um friðinn. Menn koma í stórum flotum að slá lán, og löngu týndir ættingjar birtast og ætlast til að við hjálpum þeim og alls konar lýður verður á hælunum á okkur nótt sem nýtan dag og vilja selja okkur - 21

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.