Bergmál - 01.09.1951, Page 24

Bergmál - 01.09.1951, Page 24
B E R G M Á L ------------------ neðanjarðar-loftskip, eilífðarvél- ar og hvað það nú allt heitir.“ „Ég skil þig,“ sagði Stan og kinkaði kolli. „Hve mikið unnuð þið ?“ „Rúmlega 7000 sterlingspund.“ „Nú, það var ekki sem verst!“ Stan var undrandi. „Alls ekki sem verst. Og verðurðu að segja Alice það?“ spurði hann svo hikandi. „O-já, hún er ekkert sem verst, hún Alice. Hún er bara svo gefin fyrir að segja sögur. Ef það bara væri hægt að fá hana til að halda þessu leyndu.“ „Það verður ómögulegt að fá hana til þess. Hana langar áreið- anlega mest til þess að fara upp á þak með hátalara og útvarpa því um allan bæinn. Það er líka ekki á hverjum degi, sem maður vinnur 7000 pund í get- raun.“ „Jú, ég held ég viti það.“ Carter stundi. „Þú gætir sagt henni, að þú hefðir stolið þessu — og þá mundi hún þó ekki þora að segja frá því..“ Stan var hreykinn af tillögunni. Carter leit á hann með morð- ingjasvip. „Hún mundi vera komin með mig á lögreglustöðina áður en þú hefðir getað talið upp að tíu ----------------Septembf.r aftur á bak og svo mundi hún skipa mér að meðganga,“ sagði Stan. „Hún er að vísu kjöftug, en heiðarleg er hún þó.“ „Andartak! Ég hefi fundið lausnina!“ hrópaði Stan himin- lifandi. „Segðu mér nöfn á ein- um eða tveim af ættingjum hennar — helzt þeim, sem hún hefir ekki heyrt neitt frá um lengri tíma.“ „Ég get það auðvitað, en ég skil ekki — „Allt í lagi með það, láttu mig bara hafa nöfnin,“ sagði Stan og dró upp blýant og blað. „Jæja, það er nú María frænka hennar og Bert föður- bróðir hennar. Já, og svo er það bróðir hennar, Phil —hann er í Ástralíu, held ég. Hún hefir ekk- ert frétt af honum í mörg ár.“ „En hvernig er það með Maríu frænku hennar og föðurbróður hennar, Bert — fréttir hún oft af þeim?“ „Nei. Henni kemur sýnilega ekki saman við þau.“ „Prýðilegt,11 sagði Stan og stóð á fætur. „Og hvað ertu nú að hugsa um að gera?“ spurði Carter og stóð upp til að fylgja honum til dyra. „Þú færð nú að sjá!“ sagði 22

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.