Bergmál - 01.09.1951, Page 25

Bergmál - 01.09.1951, Page 25
1951 Bergmál Stan og glotti íbygginn. „Og þú segir Alice ekkert, þangað til þú heyrir frá mér. Segðu henni ekkert um peningana í 5—6 vik- ur eða svo, og þar á eftir máttu segja, hvað þú vilt.“ „Nei, sjáðu nú til —“, sagði Carter. „Sé þig seinna,“ sagði Stan og var feginn að sleppa. Frú Carter fékk skeyti frá Maríu frænku sinni morguninn eftir. „Hefi fengið tilboð um leiksamning við M. G. M."1), hljóðaði skeytið. „Mun koma fram í myndum með Van John- son, Fred Astaire og Bob Hope. Þætti gaman, ef þú vildir koma með mér til Hollywood. Kem við í London á leiðinni til Southampton. Heimsæki þig.“ Frú Carter lét ekki standa á að segja frá þessu. Dagblað bæj- arins birti forsíðumyndir af henni og frænkunni. En ógæfan var á næsta leiti. Morguninn eftir hringdi blaðið og gaf í skyn, að M. G. M. félagið hefði beðið þá að bera söguna um samninginn til baka, því að fé- lagið kannaðist ekki við að hafa gert samning við frænkuna eða einu sinni heyrt hennar geHð. 1) Kvikmyndafélag í Hollywood. Næstu daga var frú Carter að reyna að sannfæra vinkonur sínar um, að hún hefði verið fórnarlamb óhlutvandra manna. Undir vikulokin var frú Carter nokkurn veginn undir það búin að ganga í klaustur, en þá var það að Phil, hinn löngu týndi bróðir hennar, hringdi hana upp. „Ég er staddur hérna á ferða- lagi,“ sagði Phil. „Ástralska ríkisstjórnin bað mig um að semja við Englandsbanka um lán. Ef ég kem þessu í gegn, verð ég sennilega aðlaður. Ég verð til húsa í ástralska sendi- ráðinu, ef þig langar til að hitta mig.“ Þetta voru of góðar fréttir til að frúin gæti alveg þagað yfir þeim, og frú Carter skemmti sér heilan dag við að segja frá þessu. Því miður fyrir hana, kom einhver illgjarn náungi þessu til blaðsins og ráðlagði þeim að afla sér upplýsinga um þetta. Og morguninn eftir kom sú frétt í blaðinu, að, gagnstætt orðrómi ,sem gengi um bæinn núna, þá hefði bróðir frú Carter ekki verið ráðinn til þess af áströlsku ríkisstjórninni að moka skít með reku og hjólbör- um, hvað þá að semja um lán við Englandsbanka. Hann dveldi 23

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.