Bergmál - 01.09.1951, Side 29

Bergmál - 01.09.1951, Side 29
B E R G M Á L 1951 ------------------------— ,,Af því þú hafðir alltaf horn í síðu Charlies," svaraði Einar, niðurlútur. „Ég ætlaði að láta hann koma þér að óvörum. Því að ég vildi ekki láta þig vita af því, að ég hafði boðið honum.“ Anna hnussaði. „Það verður víst skemmtilegt upplit á hon- um, þegar hann kemur hingað, og kemst að því, að hann á að sofa á berum gólffjölunum,“ sagði hún. „Það kemur ekki til nokkurra mála,“ mótmælti Einar. „Hann fær að sofa í beddanum, eins og ég hafði ætlað honum.“ „Ég býst ekki við því, að Betty frænka verði mjög hrifin af þeirri ráðstöfun,11 svaraði Anna. „Hún er fremur gamal- dags í hugsun.“ „Ja, það er þó víst satt og rétt,“ sagði Einar, illkvittnis- lega. „Að minnsta kosti ef hún er eitthvað svipuð þeim frænk- um þínum, sem ég hefi verið svo ógæfusamur að kynnast hingað til, þá hlýtur hún að líta út eins og fornaldar-tuskubrúða og hegða sér eins og forstöðu- kona á uppeldisheimili fyrir vandræðabörn.“ „Mér þykir leitt að frænkur mínar skuli ekki líta út eins og dansmeyjar í fjölleikahúsi,“ sagði Anna og sneri upp á sig. „En mig grunaði reyndar alltaf að þú mundir verða eins og mannýgur tarfur, þegar þú kæmist að því, að ég hefði boð- ið Betty frænku að dveljast hjá okkur, og þess vegna hefi ég forðazt að nefna það.“ „Jæja þá, þú getur símað henni að koma ekki,“ sagði Ein- ar, kuldalega. „Mér dettur það ekki í hug,“ hreytti Anna út úr sér. „Enda er hún á leiðinni hingað.“ „Já, einmitt það?“ sagði Ein- ar, háðskur. „En ég skal nú samt vera sanngjarn. Hún má vera hér í nótt, en á morgun þegar Charlie kemur, þá verð- ur hún að hypja sig. „Fyrst að Charlie ætlar ekki að koma hingað fyrr en á morg- un,“ sagði Anna, „Þá er nógur tími til að síma honum og stöðva hann.“ „Hví skyldi ég láta mér detta slíkt í hug?“ spurði Einar hvasst. „Og hví skyldi ég láta mér detta í hug, að snúa Betty frænku við?“ spurði Anna, jafn hvasst.“ „Dauði og djöfull,“ þrumaði Einar, „ég er farinn á veiðar!“ Og Einar fór á veiðar. Venju- lega höfðu veiðiferðirnar góð 27

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.