Bergmál - 01.09.1951, Page 34
Bergmál ----------------------
JOHN AGAR
Blaðagrein.
Amerísku blöðin segja um John
Agar, að annaðhvort sé hann mesti
vandræða-gepill, sem til sé í Holly-
wood eða þá, að kvikmyndafélagið,
sem hann er ráðinn hjá, hafi gengið
af göflunum í auglýsingastarfsemi
sinni, varðandi þennan, annars vin-
sæla leikara, því að undanfarið hafa
birzt ótal kviksögur um drykkjuskap
hans og árekstra við lögregluna.
John Agar er hár og grannur, kom-
inn fast að þrítugu. Hann lenti fyrst í
klandri við lögregluna stuttu eftir að
Shirley Temple'íékk skilnað frá hon-
umb á þeim forsendum, að hann væri
alltaf meira og minna drukkinn. Þá
var hann handtekinn fyrir að vera
drukkinn við stýrið, og átti að setja
hann í fangelsi, en var þó sleppt í
það skipti gegn 150 dollara lausnarfé,
en dagblöðin birtu fregnina á forsíð-
um, um þvera og endilanga Ameríku,
og þrátt fyrir það að eftir niðurstöð-
um blóðrannsókna, við þetta tækifæri,
væri hann algjörlega sýknaður af
ákærunni, varð þessi kviksaga til þess
að almenningur var þegar búinn að
mynda sér ákveðnar skoðanir um fylli-
byttuna John Agar. Það eru forsíðu-
fréttir blaðanna sem gilda, og þó að
þær séu bornar til baka síðar, þá hefir
það ekkert að segja.
John Agar er i raun og veru ekki
búinn að átta sig til fulls á Hollywood,
svo margt hefir honum borið þar að
höndum frá því hann fyrst kom þang-
að og giftist Shirley. Hann þjáist mjög
_________________ SEPTEMBER
af minnimáttarkennd, og sumir halda
því fram að hann hafi aldrei og muni
aldrei geta sætt sig við það til fulls
að vera kvikmyndaleikari, að minnsta
kosti er óhætt að fullyrða það, að hon-
um veitist þessi atvinnugrein erfið, því
að hann er að eðlisfari hlédrægur, og
iðulega bogar af honum svitinn, þegar
hann á að sýna einhver sérstæð geð-
hrif á leiksviðinu.
Blaðamenn bölva honum mikið, og
segja að það sé auðveldara að toga
upplýsingar út úr vaxmynd heldur en
honum, og jafnvel Gary Cooper, sem
hingað til hefir þó þótt fremur fámáll
við blaðamenn, sé barnaleikur, saman-
borið við John Agar.
Einn af meðleikurum hans í kvik-
myndinni — Iwo Jima — segir þetta:
„Það má ef til vill segja um John
Agar, að honum þyki óþarflega gott í
staupinu, en hann er mjög geðugur ná-
ungi. Hann myndi aldrei gera nokk-
urri flugu mein, þó líf hans lægi við.
Hann er hjálpsamur og alúðlegur við
alla og reynir aldrei að trana sér fram
á kostnað samstarfsmannanna hér,
eins og vill þó brenna við með ýmsa.
Hann er sannur heiðursmaður, vel upp
alinn og góðhj artaður.
Ég veit að hann hefir verið hand-
tekinn, oftar en einu sinni, fyrir ógæti-
legan akstur, og að dagblöðin hafa
verið barmafull af slúðursögum um
hann, og það svo mjög, að mig skyldi
ekki undra, þótt honum fyndist hann
vera ofsóttur, en ég veit líka að hann
kemst yfir þetta allt saman og jafnar
sig. Og þegar hann hefir jafnað sig, þá
megið þið vera viss um að hann verð-
ur fyrr en varir, mesti kvikmyndaleik-
ari, sem þessi borg (Hollywood) hefir
32